Ég verð að segja að mér fannst þetta skaup ekkert sérstakt. Vissulega voru nokkrir brandarar þarna alveg ágætir, sem maður gat hlegið að, en restin var mjög slöpp og það kom mér á óvart hvað hann Sverrir Þór Sverrisson var lélegur og auðvitað einnig þessi Randver gaur í Spaugstofunni var skelfilega slappur. Samt sem áður var þetta skaup mikið skárra en í fyrra, enda var ekki hægt að vera með verra skaup heldur en það ár.