Fæturnir kikna undan óbærilegum þrýstingi, sál mín kremst, tíminn stansar. Spilað aftur, aftur og aftur, hringsnýst í huga mínum, röddin öskrar. Þrunginn andardráttur, hvæs mannsins, blés aftan á hnakka minn, og ég grét. Hver stund, sem ég lifi, ég lifi með þessum orðum; Mér var nauðgað. Nauðgari, sálarmyrðari, hræsni, skítur, mannsins mein, brotin bein, melódískur taktur. —– Nauðgar þú? Á hverjum degi, níðst þú á minni máttar? Þá nauðgar þú. —– Taktfast öskur í eyrum mínum hljóma enn....