Frá fyrstu ævikvöldum, Næturs frost á dalinn rann. Lífi þínu með Kvölum Endaðir leik, ljós þitt brann. Yfir þessu tár mín flæða, Flóðið ei þerrast fyrst um sinn. Hjarta mitt litla tekur að blæða, Brostnar vonir, sál mín blind. Ljós þitt hafði brunnið út, Leikur hans að lífi mínu. Gleymi ég oft sorg og sút, Seint þó orðum þínum. Ætíð skal ég minnast þín, Sífellt sem minn kærasta vin. Ávallt þerrar þú tárin mín, Þótt annars slökkvi stjörnuskin. -Kristjana.