Uppáhaldsljóðið mitt þennan dag, og takið eftir því að það inniheldur ENGAR reglur. Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Hvar eru þín stræti, þínir turnar, og ljóshafið, yndi næturinnar? Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar. Vei, vei! Í dimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkvast yfir þínum rústum. Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktygjum, vitstola konur í gylltum kerrum. - Gefið mér salt...