Þórhallur Dan Jóhannsson, leikmaður Fylkis, varð í gærkvöld, þann 6,júlí, fyrsti leikmaður Fylkis til þess að leika 100 leiki fyrir félagið í efstu deild í knattspyrnu en leikurinn gegn KA í gær var 116. leikur félagsins í deildinni frá upphafi. Þórhallur lék fyrst með meistaraflokki Fylkis sumarið 1989, þá 16 ára gamall, en það var fyrsta tímabil félagsins í efstu deild. Hann lék fjóra leiki í deildinni um sumarið, en frá þeim tíma hefur hann aðeins misst af tveimur leikjum, einum sumarið...