Ég veit ekki hvað ykkur fynnst, en þegar ég er að browsa hef ég augað opið fyrir nýjum .is slóðum, því sem hönnuður langar mig að sjá hver er að meika skítinn hvenær og hvernig. En oft, þá fæ ég eitthvað á skjáinn hjá mér, sem segir á einhvern fágaðann hátt; “við erum í basli með síðuna, hún verður tilbúin seinna” og oft fylgir dagsetning sem síðan oft klikkar. Samt, sum fyrirtæki gera þetta betur en önnur, ég man þegar olís.is opnaði, þá opnaði hún kl 18:00 og maður gat líka skráð sig og...