Ég pantaði mér þrjár plötur frá Birmingham, Englandi. Þær kostuðu 18.70 pund. Virðisaukaskatturinn var dreginn frá vegna þess að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Sendingarkostnaðurinn var 18.43 pund. Í íslenskum krónum reiknar tollurinn þetta samtals sem 4.828,- kr. Til að ég geti leyst þetta út þarf ég að borga virðisaukaskatt af plötunum og sendingarkostnaðnum! Hvaða rugl er það að ég þurfi að borga virðisaukaskatt á Íslandi af breskum sendingarkostnaði! Ég þarf ekki bara að borga vsk,...