Heroin með Velvet Underground er alltaf mitt uppáhaldslag. Black Magic með Last Emperor er svo langbesta hip hop lag sem ég hef heyrt…kannski vegna þess að ég hef ekki hlustað neitt rosalega mikið á hip hop, ég veit ekki. Þó svo að það fari í taugarnar á mér þegar fólk nefnir mörg lög með sinni uppáhaldshljómsveit ætla ég samt að gera og leggja Oh! Sweet Nuthin! snyrtilega rétt neðan við Heroin. Mig langar líka til að velja Bowie, Dylan og Waits lag en ég get ekki valið neitt eitt frá neinum...