Mhm… En það sem fer í taugarnar á mér við myndina, en ég skil það mjög vel í senn, eru þau atriði sem eiga að gera myndina skemmtilegri fyrir yngri kynslóðina. T.d hið klassíska atriði þar sem Harry Potter slæst við bók og fleira í þeim dúr. Í seinni helmingi myndarinnar, þegar framvinda sögunnar er orðinn miðpunkturinn verður hún miklu betri. Myndin skiptist algjörlega upp til helminga, fyrri er ekkert sérstakur en sá seinni frábær…