Það minnir mig á fyrstu ástina mína þegar ég var 12 ára, hún var 14 ára gella. Við vorum á reiðskóla(nei ekkert kynlíf !) uppí sveit með helling af öðrum krökkum. Mesta furða hvað maður var góður að hössla þá smá patti, betri en í dag, eiginlega. En svo þurftum við að fara heim og ég saknaði hennar svo mikið að ég grenjaði þegar enginn sá til, en hitti hana svo aðeins aftur. Þessi stelpa varð síðar Ungfrú Ísland, og verið á milli tannana á fólki, en nú þegar ég sé hana sé ég bara huggulega...