Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hress
hress Notandi frá fornöld Karlmaður
5.602 stig

Svar við: Hvar er Keflavík? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég sendi fyrirspurn til Vefstjóra um ástæðu fyrir því að öll lið Símadeildarinnar séu komin inn á Huga nema Keflavík. Ég fékk þau svör að engar myndir né “logo” hafi borist frá þeim eins og beðið hafi verið um. Ég held að búið sé að ítreka þetta við þá og ættuð þið því ekki að þurfa að bíða lengi eftir því að Keflavík fái sína síðu hér á Huganum.

Óvænt staða í Kvennadeildinni (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Óvænt staða er í Símadeild kvenna. Grindavík heldur efsta sætinu eftir þriðju umferðina sem leikin var á mánudaginn. Grindavíkurstúlkur unnu 1-0 sigur á Val og hafa því sigrað alla leiki sína hingað til. ÍBV og Breiðablik mættust í Eyjum, en liðin voru jöfn í 2-3 sæti deildarinnar fyrir umferðina. Það voru Blikastúlkur sem höfðu betur í hörkuleik sem endaði 3-2. Leikur KR og Þór/KA/KS var ójafn í meira lagi og endaði með stórsigri KR-stúlkna 14-0. Olga Færseth skoraði sex mörk í leiknum gegn...

Skoti til reynslu hjá KR (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Fram kemur á heimasíðu KR að skotinn sé til reynslu hjá KR þessa dagana. Hann heitir Andy Roddie og kom til landsins í dag og fór beint á sína fyrstu æfingu. Roddie, sem leikur ýmist á miðjunni eða vinstri kanti, hefur leikið með félögum í Skotlandi, Svíþjóð og Hong Kong. Hann hóf feril sinn hjá Aberdeen og var það Alex Ferguson sem fékk hann til félagsins. Árið 1994 fór hann til Motherwell, þaðan til Ljungskile í Svíþjóð árið 1997, hann lék með St Mirren veturinn 1997-98 en hefur leikið með...

Fórstu á landsleikinn? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum

3-0 sigur á Maltverjum (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Íslenska landsliðið sigraði Möltu <B> 3-0 </B> á ljótum Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn var liður í undankeppni HM. Það var smá rigningarúði og lítill vindur sem blés á 3.600 áhorfendur sem lögðu leið sína í Dalinn. Íslendingar komust yfir á 8. mínútu þegar Tryggvi Guðmundsson skoraði eftir góðan undirbúning hjá Ríkharði Daðasyni og Helga Sigurðssyni. Ríkharður skoraði svo annað markið á 37. mínútu eftir góða sendingu frá Tryggva. Staðan í hálfleik því 2-0. Okkar menn komust í 3-0 með...

U21 landsliðið vann Möltu (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Íslenska U21 árs landsliðið sigraði U21 árs lið Möltu 3:0 á KR-vellinum í kvöld. Veigar Páll Gunnarsson kom Íslendingum yfir á 40. mínútu, Bjarni Guðjónsson skoraði annað mark Íslendinga á 45. mínútu og það var svo Orri Hjaltalín sem gerði út um leikinn mínútu síðar þegar hann skoraði þriðja markið. A-landslið þjóðanna mætast í undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á morgun klukkan 16:00. Tveir nýir leikmenn koma inn í liðið frá því í sigrinum á Möltu í vor. Auðun Helgason og...

Stanici orðinn löglegur með Val (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Topplið Símadeildarinnar, Valur, hefur fengið rúmenskan vinstrifótar miðjumann sem samkvæmt pappírunum á eftir að verða þeim drjúgur í sumar. Stanici Constantin er 31 árs, á að baki 8 A-landsleiki fyrir Rúmena og hefur skorað 60 mörk í rúmensku 1. deildinni en hann hefur leikið með Sportul Studentese í Rúmeníu. Þá lék hann með liði Minnesota í Bandaríkjunum í þrjú ár skv. heimasíðu Vals. Útlit er fyrir að þrír aðrir leikmenn verði tilbúnir í leikmannahóp Vals fyrir leikinn gegn ÍA en þeir...

Þeir launahæstu í Símadeildinni (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég fann þennan lista á spjallrásinni á gras.is. Þetta er bara ágiskun aðilans sem skrifaði þetta, mér finnst þetta ekki slæm ágiskun og ákvað því að birta þetta hér. Í engri sérstakri röð: ) Gummi Ben ) Scott Ramsey ) Grétar Hjartason ) Ólafur Örn Bjarnason ) Þórhallur Hinriksson ) Sigurður Jónsson ) Sigurvin Ólafsson ) Hlynur Stefánsson ) Haukur Ingi Guðnason ) Sigþór Júlíusson Hvað finnst ykkur um þetta? Vantar einhvern inn á listann?

Fram stigalaust (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nú þegar þrem umferðum er lokið í Símadeildinni er fram enn án stiga. . Fram tók á móti ÍBV í gær. Leikurinn fór varlega af stað en Framarar voru nokkuð hættulegri og gáfu ekki þumlung eftir. Spil ÍBV var fyrir neðan allar hellur og ekkert gekk hjá þeim í hálfleiknum. Frömurum tókst ekki að skora og staðan í hálfleik var 0-0. ÍBV hafði ekki skorað í þær 225 mínútur sem þeir höfðu spilað í Símadeildinni á þessu sumri. Eini ljósi punktur ÍBV í fyrri hálfleik var spilamennska Atla Jóhannssonar....

Íslensku liðin í Evrópukeppnunum (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Íslensk lið hafa oftast komist áfram úr 1. umferð í forkeppni meistaradeildar Evrópu. KR sló út Birkirkara frá Möltu á síðasta ári og ÍBV vann SK Tirana frá Albaníu fyrir tveimur árum. KR-ingar eiga ágæta möguleika á að komast áfram því þeir eru í sterkari hóp liðanna 22 í 1. umferðinni. KR-ingar dragast gegn einu af liðunum sem eru í veikari hópnum í drættinum: Levadia (Eistland), Barry Town (Wales), Araks (Armenía), Bohemians (Írland), Valletta (Malta), Linfield (Norður-Írland), VB Vágur...

Fylkir missir fyririliða sinn í meiðsli (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fylkisliðið varð fyrir miklu áfalli er fyrirliðinn, Ómar Valdimarsson, sleit hásin í leiknum við Val á Sunnudagskvöldið. Varnarjaxlinn Ómar var skorinn upp í gær af Boga Jónsyni og gekk aðgerðin vel. Ómar má hefja endurhæfingu eftir tvær vikur og en má ekki byrja að skokka fyrr enn í haust. Hann mun því ekki spila meira í sumar og mun skarð hans í vörninni verða vandfyllt en hann lék vel í fyrstu þremur leikjunum. Ómar, sem er 31 árs, hefur leikið með Fylki frá 1995 en áður lék hann með...

Fram - ÍBV frestað (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Búið er að fresta leik Fram og ÍBV sem fram átti að fara í kvöld. Leikurinn hefur verið settur á annað kvöld. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að ekki var flugfært frá Eyjum. Verður: Þriðjudaginn 29. maí kl. 20:00 á Valbjarnarvelli Bæði lið þurfa nauðsynlega að sigra á morgun. Fram er eina liðið í deildinni sem hefur enn ekki unnið sér inn stig og þurfa þeir að kippa því í lag. Vestmannaeyjingar hafa ekki náð að skora í tveim fyrstu umferðunum en eru komnir með nýja sóknarmenn, þá Tómas Inga...

Úrslit þriðju umferðar (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nú er öllum leikjum í þriðju umferð Símadeildarinnar lokið fyrir utan leik Fram og ÍBV sem fram fer annað kvöld á Laugardalsvellinum. Umferðin hófst á leik FH og KR á ljótum Kaplakrikavellinum. Nýliðarnir í Hafnarfjarðar-mafíunni eru enn ósigraðir í deildinni en þeir lögðu KR-ingana 2-0. Mörkin voru skoruð með aðeins fjögurra mínútna millibili í fyrri hálfleik. Fyrst Atli Viðar Björnsson á 22. mínútu og síðan Jóhann Möller á 26. mínútu. Báðir nýliðarnir, FH og Valur, eru því taplausir því...

Hreinn með fernu (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hreinn Hringsson gerði öll mörk KA þegar liðið vann Tindastól 4-0 á Akureyri í gær. Heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og þá skoraði Hreinn þrívegis. Hann bætti síðan fjórða markinu við um miðjan síðari hálfleik. KA-menn hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína 4-0 og virðast ætla að standa undir væntingum. Sumarliði Árnason var líka á skotskónum í gærkvöldi. Hann gerði þrennu þegar Víkingur vann Dalvík 6-1 á Valbjarnarvelli. Víkingur var 2-0 yfir í hálfleik en Þorleifur Árnason...

Kannanir í bið (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Á kvennalið KR eitthvað erindi í Evrópukeppnina? virk: 28. maí, 2001 Hvort er deildin skemmtilegri í ár eða í fyrra? virk: 30. maí, 2001 Hverjir Sigra ??? virk: 1. júní, 2001 Hvernig finnst ykkur Moussa Dagnogo (KR)? virk: 3. júní, 2001

ÍBV að bæta sóknarleikinn (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
ÍBV hefur spilað tvo leiki í Símadeildinni en hefur ekki tekist að koma tuðrunni í net andstæðingana. Njalli þjálfari er þó að reyna að laga þetta, til dæmis með því að fá Tómas Inga til liðsins. Aleksander Ilic frá Júgóslavíu hefur ekki alveg náð sér á strik en er fínn sóknarmaður miðað við leikina sem hann spilaði á undirbúningstímabilinu. Vestmannaeyjingar hafa líka eytt löngum tíma í að reyna að fá Dejan Djokic til Íslands. Erfiðlega hefur gengið að fá öll nauðsynleg leyfi fyrir kappann...

Landsliðshópur Atla (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Atla Eðvaldsson gerir litlar breytingar á hópi íslenska landsliðsins sem mun mæta Maltverjum og Búlgörum 2. og 6. júní næstkomandi. Eina breytingin frá síðasta hóp er sú að Heiðar Helguson kemur inn í stað Ólafs Arnar Bjarnasonar úr Grindavík. Andri Sigþórsson er í hópnum en ekki er samt ljóst hvort hann geti verið með þar sem hann á við einhver meiðsli að stríða. Hópurinn: Árni Gautur Arason, Rosenborg Birkir Kristinsson, ÍBV Rúnar Kristinsson, Lokeren Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlin....

Úrslit leikja í Coca Cola bikarnum, fyrstu umferð (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Neisti H. Nökkvi 0-1 Leiknir F. Huginn/Höttur 3-2 * Þróttur R. U23 - Barðaströnd 4-1 GG - Úlfarnir 2-0 Reynir S. - Valur U23 3-1 Fylkir U23 - Breiðablik U23 2-1 FH U23 - Bruni 7-2 Njarðvík - Keflavík U23 0-3 Fjarðabyggð - Boltaf. Norðfj. 6-1 Árborg - ÍH 6-1 HK - Fram U23 1-2 Haukar U23 - Selfoss 0-2 ÍA U23 - Víkingur U23 1-4

Breiðablik spáð sigri í kvennaboltanum (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Símadeild kvenna hittust á Grand Hótel í dag á árlegum kynningarfundi deildarinnar. Breiðabliki er spáð sigri, Valsstúlkum er spáð öðru sætinu og KR því þriðja. Heil umferð verður leikin á fimmtudag, en þá mætast einmitt liðin sem spáð er tveimur efstu sætunum, Valur og Breiðablik. Spáin: Félag Stig 1. Breiðablik 170 2. Valur 163 3. KR 141 4. Stjarnan 119 5. ÍBV 111 6. FH 77 7. Þór/KA/KS 48 8. Grindavík 35 — Fyrstu leikir: fim. 24. maí. 2001 -...

Vandamál með leyfi fyrir útlendinga (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fylkismenn leita nú allra leiða til að ná keppnisleyfi fyrir Errol McFarlane framherja þeirra. Errol, sem er frá Trínidad og Tobago hefur ekki getað tekið þátt í fyrstu leikjum Fylkis þar sem hann hefur ekki fengið leyfið en líbanska liðið Nejmeh sem hann lék með hefur ekki viljað skrifa undir félagaskiptin. Árbæingar hafa sent öll gögn í málinu til FIFA og gera sér vonir um að sambandið gefi út keppnisleyfi fyrir McFarlane í vikunni þannig að þeir geti teflt honum fram í leiknum við Val um...

Dagnogo tryggir KR sigurinn (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Tveir seinustu leikir annarrar umferðar fóru fram í kvöld. Í Vesturbænum fór stórleikur umferðarinnar fram í miklu roki. Skagamenn höfðu yfir í hálfleik eftir stórglæsilegt mark frá Grétari Rafni Steinssyni. Hann átti fast skot fyrir utan teig og boltinn fór beina leið í netið þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Þegar komið var á 60 mínútu gerðu Skagamenn sig seka um hræðileg varnarmistök sem Einar Þór Daníelsson nýtti vel og jafnaði metinn. Það var síðan Frakkinn Moussa...

Valur og Keflavík upp að Blikum (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þrír leikir fóru fram í annarri umferð Símadeildarinnar í knattspyrnu í gær. Blikar unnu Framara 1-0. Nokkuð óvænt úrslit urðu í Keflavík þar sem heimamenn sigruðu Fylki 2:1. Haukur Ingi Guðnason kom Keflvíkingum yfir á 13. mínútu og Guðmundur Steinarsson skoraði annað mark heimamanna á 67. mínútu. Sverrir Sverrisson skoraði eina mark Fylkis á 70. mínútu. Haukur Ingi slapp svo tvisvar sinnum einn á móti Kjartani Sturlusyni en náði ekki að skora. Valur og Grindavík léku á Hlíðarenda og þar...

Blikar með fullt hús (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
ÖÖnnur umferð Símadeildarinnar hófst með leik Breiðabliks og Fram í dag. Blikar sigruðu Blámennina, 1:0 á Kópavogsvelli, og hafa því sigrað í báðum leikjum sínum í deildinni. Eina mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Þorsteinn Sveinsson skoraði eftir hornspyrnu Kristófer Sigurgeirssonar, fyrrum Framara. Safamýrarpiltar hafa því tapað tveim fyrstu leikjum sínum í deildinni sem veitir ekki á gott því Frömurum er spáð erfiðu sumri og þurfa að fara að safna stigum sem fyrst. Lítið var um...

Marksækinn maður á KR-vellinum! (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
<a href="http://www.kr-ingar.is/"> Tekið af www.kr-ingar.is </a> Ónafngreindur ökumaður sem hafði staupað sig meira en góðu hófi gegnir sótti stíft að marki KR í nótt. Ku hann hafa beitt óhefðbundnum aðferðum við sóknartilburði sína og máttu varnir vallarins í Frostaskjóli síns lítils gegn þeim en hann ók sem leið lá yfir grindverk við völlinn og hafnaði í einu af mörkunum sem er víst handónýtt eftir hamfarirnar og verður að útvega nýtt fyrir leikinn á morgun. Vonandi sjá Skagamenn sér ekki...

Úrslit fyrstu leikja í neðri deildunum (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrsta umferð fyrstu deildar hófst á föstudag og lýkur á morgun með leik Dalvíkur og KA. 18. maí. Þróttur R. 0-0 Víkingur 18. maí. Tindastóll 1-1 Stjarnan 18. maí. Þór A. 3-0 Leiftur 19. maí. ÍR 1-1 KS Þá er þrem leikjum í annarri deildinni lokið 18. maí. Víðir 0-2 Haukar 18. maí. Selfoss 2-0 Skallagrímur 19. maí. Afturelding 3-1 Nökkvi 20. maí. 14:00 Sindri - Leiknir R. 20. maí. 14:00 Léttir - KÍB
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok