Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hress
hress Notandi frá fornöld Karlmaður
5.602 stig

KR að hressast (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
KR-ingar byrjuðu undirbúningstímabilið alls ekki nógu vel en nú virðast þeir vera að hressast. Þeir vinna nú hvern leikinn á fætur öðrum og í gær var KA fórnarlamb vesturbæjarliðsins. KR vann 3-1 og skoraði Magnús Már Lúðvíksson tvö og Arnar Jón Sigurgeirsson eitt. Það var Þorvaldur Makan Sigbjörnsson sem skoraði mark KA-manna.

Vilt þú senda inn pistla? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er að leita að einhverjum sparksérfræðingi til að sjá um að senda inn pistla á “Landssímadeildina”. Pistlarnir geta t.d. verið vikulegir. Ef þú hefur áhuga á að senda inn pistla um íslenska boltann sendu mér þá póst á hress@hugi.is þar sem fram kemur af hverju ég ætti að leyfa Þér að senda inn pistla. Kveðja Hress

Kjartan fer ekki til Noregs (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kjartan Antonsson, leikmaður hjá ÍBV, fer að óbreyttu ekki til norska félagsins Haugesund. Kjartan stóð sig vel í reynsluleik með félaginu fyrir skömmu en Haugesund prófaði síðan annan varnarmann, Mustapha Sama frá Sierra Leone og hefur gert honum tilboð. Kjartan er farinn með Eyjamönnum í æfingabúðir í Portúgal en hefur ekkert heyrt frá Haugasundi. Þjálfari norska liðsins vill reyndar fá að kaupa tvo varnarmenn en stjórnin segir að einungis komi til greina að kaupa einn. Munið þið eftir...

Fjör hjá Fylki! (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Flest íslensk félagslið eru í æfingaferðum á heitari löndum þessa dagana. Það er “hefð” hjá félögunum að gefa eitt frjálst kvöld í svona ferðum þar sem menn fá að sletta aðeins úr klaufunum. Þar eru Fylkismenn engin undantekning en þeir eru staddir á Spáni. Samkvæmt www.gras.is lentu tveir leikmann Fylkis í slagsmálum þetta kvöld við innfædda og var talað um að einn hefði nefbrotnað og að annar hefði hlotið stungusár í slagsmálunum. Bjarni Jóhannesson neitar því að þetta hafi verið svona...

Nýr umsjónarmaður (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
“Hress” kallast ég og er nýr umsjónarmaður yfir þessu áhugamáli. Ef þið hafið eitthvað að segja við mig þá getið þið sent póst á: hress@hugi.is Takk fyri

Allt brjálað hjá Lazio (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er allt brjálað í herbúðum Lazio þessa dagana eftir að Sergio Cragnotti, forseti Lazio, gagnrýndi leikmenn liðsins í fjölmiðlum. Nú hefur honum borist áskorun frá tveimur leikmönnum liðsins Juan Sebastian Veron og Diego Simeone að mæta á æfingu og einfaldlega segja hvaða leikmenn það séu sem eru ekki að leggja sig fram fyrir félagið. “Hann ætti að koma á æfingasvæðið og ganga að þeim mönnum sem hann telur að leggi sig ekki nægilega fram. Cragnotti getur sagt það sem hann vill en það er...

Suker orðinn leiður á West Ham (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Króatinn Davor Suker hefur tilkynnt að hann muni ekki leika með West Ham næsta vetur og mjög ólíklega á Englandi. Hann ætlar að spila eitt tímabil í viðbót og enda svo ágætan ferilinn á HM 2002. “Líf mitt einkennist af stressi. Í fyrsta skipti á ferlinum hef ég lent í miklum meiðslum og því ekki átt sæti í liðinu. Samband mitt við Harry Redknapp er heldur ekki uppá marga fiska” sagði Suker sem er með tilboð frá Spáni, Frakklandi, Þýskalandi, Japan og Mexíkó.

Leik lokið hjá Radebe (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Leedsarar urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst varð að hinn sterki varnarmaður Leeds, Lucas Radebe, mun ekki spila meira með liðinu í vetur eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné. Hann meiddist í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni fyrr í vetur og hefur ekki tekist að hrista þau almennilega af sér síðan og því var uppskurður eina lausnin. Mjög slæmt mál fyrir Leeds sem er í fullri baráttu bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni.

Leiðinlegur leikur á Nývangi (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Liverpool gerði markalaust jafntefli gegn Barcelona í gær í fyrri leik liðanna á Spáni. Leikurinn var vægast sagt mjög leiðinlegur. Mörgum fannst Liverpool ganga fulllangt í varnarleik sínum. Gerard Houllier segir að Liverpool sé alls ekki varnarsinnað lið heldur mjög gott sóknarlið. Hann viðurkenndi þó að kannski báru Liverpool-leikmennirnir smá virðingu fyrir Börsungum en það var enginn skortur á metnaði. Hann hefur lofað því að seinni leikurinn verði allt öðruvísi. Hann segir að þó að...

Uni Arge verður ekki með ÍA (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Stjórn ÍA telur sig ekki hafa bolmagn til að greiða Uni Arge þau laun sem samningur hans kveður á um fyrir næsta tímabil og buðu honum því nýjan samning þar sem launagreiðslurnar til Una eru lækkaðar töluvert. Færeyski landsliðsmaðurinn sem lék með ÍA á síðastliðnu keppnistímabili er ekki sáttur við þær breytingar og ljóst að hann leikur ekki með ÍA á næsta tímabili. Nú eru í gangi viðræður á milli forráðamanna ÍA og Una um bætur fyrir vanefndir á samningum og er búist við að niðurstaða...

Fréttapunktar úr ítalska boltanum (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fernando Couto, Lazio, á yfir höfði sér sex mánaða til tveggja ára bann ef sannast að hann hafi tekið inn stera. Það sem vekur þó athygli er að Couto stóðst lyfjapróf sem hann fór í 5. desember og 13. febrúar. Því verður farið yfir öll lyfjaprófin aftur og athugað hvað hafi gerst. Couto sjálfur segist ekkert að óttast því hann viti að hann sé saklaus. — Svo gæti farið að Nicolas Anelka sé á leiðinni til Ítalíu í sumar, en samkvæmt fréttum í frönskum fjölmiðlum eru umboðsmenn hans í viðræðum...

Andri skorar og Helgi fær nýjan þjálfara (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Andra Sigþórssyni tókst loks að skora fyrir Salzburg og ekki nóg með það heldur skoraði hann tvö. Salzburg lögðu neðri deildarlið Floridsdorfer að velli, 2-0, í 3. umferð austurrísku bikarkeppninnar. Nú ætti pressan á Andra að vera að minnka. — Panathinaikos er við það að landa Tékkanum Ivan Hasek sem næsta þjálfara félagsins. Hasek, 38 ára, er núverandi þjálfari Sparta Prag og var fyrirliði tékkneska landsliðsins til margra ára. Talið er að Hasek geri 3. ára samning sem metin er á 2...

Arsenal og Leeds sigra Spánverja (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Tvö ensk lið áttu velgengni að fagna í Meistaradeild Evrópu í gærkveldi. Liðin voru bæði að spila fyrri leikinn gegn spænsku liði á heimavelli. Leeds á einu greiðustu leið allra liða í undanúrslitin eftir að hafa tekið Spánarmeistara Deportivo La Coruna í kennslustund á Elland Road, þar sem lokatölur urðu 3-0. Leeds var að spila einn af sínum allra bestu leikjum á tímabilinu. Ian Harte, Alan Smith og Rio Ferdinand skoruðu mörkin. Arsenal sigruðu Valencia 2-1. Ayala kom gestunum frá Valencia...

Ítalska þjóðin vill Baggio (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Stuðningsmenn Roberto Baggio hafa krafist þess að Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Ítala, velji Baggio aftur í landsliðið, en Baggio hefur verið í miklu stuði uppá síðkastið og skoraði mark gegn gömlu félögunum í Juventus um síðustu helgi. Sjónvarpstöðin Italia 1 gerði skoðanakönnun og var það niðurstaðan að 73% Ítala vilja sjá Baggio aftur í landsliðinu. Spurður um málið segir Baggio að sinn stærsti draumur sé að fá að spila á einu Heimsmeistaramóti í viðbót. Hann ber mikla virðingu...

Barcelona - Liverpool seinkað! (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Leik Barcelona og Liverpool á morgun hefur verið seinkað um korter svo fólk í Englandi geti horft á hinn sívinsæla þátt Eastenders. BBC, sem sýnir leikinn beint, kom að máli við félögin og spurði þau hvort ekki mætti seinka leiknum aðeins svo fólk á Englandi geti klárað að horfa á þáttinn. Mikil spenna er víst í þessum Eatsenders þáttum og í þættinum á morgun fá Bretarnir að vita hver skaut Phil Mitchell.

Bayern vann (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Bayern München vann frekar sanngjarnan 0-1 sigur á Manchester í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Varamaðurinn Paulo Sergio sem skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Bayern hefðu getað bætt við öðru marki undir blálokin, en þá skaut Alexander Zickler yfir úr góðu færi. Zickler hafði rétt áður átt skot í slá hjá Manchester. Markverðir liðanna, Fabian Barthez og Oliver Kahn, áttu stórleik. Að mínu mati voru þeir Barthez og Silvestre bestu leikmenn United en...

Markahæstu menn (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Marcus Stewart gerði þrennu fyrir Ipswich í gærkvöldi og er þar með orðin markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Íslendingar eiga fulltrúa á meðal efstu manna, en Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað 9 mörk í deildinni þrátt fyrir að hafa byrjað mun færri leiki en flestir aðrir á listanum. 18 - Marcus Stewart (Ipswich Town) 16 - Jimmy Floyd Hasselbaink (Chelsea), Thierry Henry (Arsenal) 15 - Mark Viduka (Leeds United) 14 - Teddy Sheringham (Manchester United), 11 - Emile Heskey (Liverpool),...

Sir Alex bestur í heimi! (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Besti þjálfari í heimi er Sir Alex Ferguson samkvæmt tölfræði á árangri fremstu þjálfara Evrópu og Suður-Ameríku. Man. Utd. unnið 63% leikja sinna undanfarin fjögur ár undir stjórn Ferguson. Þjálfari Bayern Munchen, Ottmar Hitzfeld, er í 2. sæti en lið undir hans stjórn hafa unnið 62% leikja sinna undanfarin fjögur ár. Louis Van Gaal og Carlos Bianchi eru jafnir í 3-4.sæti en Sven Göran Eriksson er svo fimmti með 56% árangur. Ferguson trjónir einnig á toppnum á lista yfir þá þjálfara sem...

Dagnogo búinn að skrifa undir (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Frakkinn Moussa Dagnogo hefur skrifað undir samning við KR. Samningurinn gildir til loka tímabilsins en í honum felst möguleiki á framlengingu. Moussa lék með KR gegn ÍR í Deildabikarnum og stóð sig mjög vel. Hann fer með liðinu í æfingaferð til Spánar í næstu viku og kemur aftur til landsins fljótlega eftir ferðina. Moussa verður í treyju númer 18 í sumar.

Allsvakalegur leikur á morgun!!! (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Manchester United leikur gegn Bayern Munchen í Evrópukeppninni á morgun og má búast við hörkuleik. Menn hafa verið að nota tækifærið að undanförnu og verið að skjóta á hina og þessa. Brassinn Giovane Elber hefur ekki mikið álit á David Beckham og segir hann alls ekki vera í heimsklassa. “Hann getur gefið góðar sendingar en fyrir utan það er hann ekkert betri en hver annar.” segir Elber. Brassinn er ekki að gera lítið úr andstæðingnum fyrir leiki í fyrsta sinn því hann gerði það sama fyrir...

Hermann í skammarkrókinn (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hermann Hreiðarsson þarf að koma fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins, vegna þess að hann henti sér til áhorfenda þegar hann “skoraði ekki” mark gegn Bradford City. Hann fékk gult hjá dómara leiksins og var þá talið að málinu væri lokið. En nú rúmum mánuði eftir að leikurinn fór fram, hefur Hermann verið kallaður á teppið hjá aganefndinni, vegna þessarar framkomu sinnar. Hemmi hélt að hann fengi bara viðvörun.

Hver er óþekkasti leikmaður enska boltans? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum

Andri Sigþórs til Fylkis!!! (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Landsliðsmaðurinn Andri Sigþórsson verða í láni hjá Fylki í sumar. Náðst hefur samkomulag við Andra og austuríska liðið Salzburg um lán á leikmanninum í sumar og mun hann koma til landsins fyrir fyrsta leik gegn KR um miðjan maí. Það efast enginn um að Andri kemur til með að styrkja hópinn verulega og eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir Árbæinga en þeir hafa undanfarið verið að styrkja hópinn fyrir átök sumarsins. Fylkismenn verða til alls líklegir næsta sumar!

Verður Keane eftirmaður Ferguson? (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Fyrirliði Man Utd, Roy Keane, hefur lýst yfir áhuga á því að fara að snúa sér að þjálfun. Eftir þau ummæli er hann talinn líklegur arftaki Sir Alex Fergusons sem hættir eftir næstu leiktíð. Keane hefur sýnt það að honum er alvara með þessum ummælum sínum, því hann hefur skráð sig á þjálfaranámskeið hjá knattspyrnusambandinu. Eftir það námskeið fær hann þau réttindi sem UEFA krefst til að menn geti tekið að sér að stjórna atvinnumannafélögum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok