Forráðamenn ÍBV virðast ætla að fara sömu leið og Leiftur og Grindavík með því að fylla liðið af útlendingum. Vestmannaeyjingar hafa nefnilega fengið danskan knattspyrnumann í sínar raðir, Tommi Schram að nafni. Um er að ræða 29 ára gamlan miðjumann, sem kemur frá danska 1. deildarliðinu Herfölge. Samkvæmt ibv.is hefur hann spilað með liðum eins og Bröndby, AB, Gladsaxe, Gladsaxe-Hero og Herfølge. Hann á að vera mikill leiðtogi á miðjunni. Schram er fæddur 9. nóvember 1971 og verður því...