Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hress
hress Notandi frá fornöld Karlmaður
5.602 stig

Dani til ÍBV og Fjalar aftur í Þrótt (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Forráðamenn ÍBV virðast ætla að fara sömu leið og Leiftur og Grindavík með því að fylla liðið af útlendingum. Vestmannaeyjingar hafa nefnilega fengið danskan knattspyrnumann í sínar raðir, Tommi Schram að nafni. Um er að ræða 29 ára gamlan miðjumann, sem kemur frá danska 1. deildarliðinu Herfölge. Samkvæmt ibv.is hefur hann spilað með liðum eins og Bröndby, AB, Gladsaxe, Gladsaxe-Hero og Herfølge. Hann á að vera mikill leiðtogi á miðjunni. Schram er fæddur 9. nóvember 1971 og verður því...

Grindavík tapaði fyrir Basel (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Grindavík tapaði í dag fyrir svissneska liðinu Basel í 2. umferð Inter-toto keppninnar í knattspyrnu karla og er því úr leik í keppninni. Leikurinn fór fram í Grindavík í frábæru veðri við glæsilegar aðstæður. Svisslendingarnir skoruðu strax á 14. mínútu og höfðu því 0-1 yfir í hálfleik. Þeir skoruðu svo annað mark tíu mínútum fyrir leikslok og úrslitin 0-2. Basel sigraði 3-0 í fyrri leiknum í Sviss og samtals 5-0. Besta færi Grindvíkinga í leiknum fékk Sinisa Kekic undir lok fyrri...

Fylkir til Grindavíkur í 8-liða úrslitunum (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Í hádeginu í dag var dregið í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni KSÍ í karla og kvennaflokki. Í pottinum hjá körlunum var eitt lið sem leikur ekki í Símadeildinni, KA sem er í efsta særi í 1.deild. Fram tekur á móti ÍA. Skagamenn eiga harma að hefna því Fram vann leik þessara liða á Laugardalsvellinnum fyrir skömmu. Stórleikur 8-liða úrslitanna verður í Grindavík þar sem Fylkir kemur í heimsókn en þeir slóu KR út úr keppninni í gær. KA menn fá verðugan andstæðing, Keflavík, og fer...

FRÉTTAPUNKTAR úr 16.liða úrslitum bikarsins af mbl.is(6.Júlí) (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Steingrímur Jóhannesson, Fylkismaður, meiddist lítillega í viðskiptum sínum við Gunnar Einarsson, KR-ing, í bikarslagnum í gærkvöldi. Steingrímur harkaði af sér en fór svo útaf stuttu síðar. Meiðsli hans eru þó ekki alvarleg og hann verður tilbúinn í næsta leik í deildinni er Fylkir mætir FH á mánudagskvöld. — Dean Holden lék kveðjuleik sinn með Valsmönnum þegar þeir töpuðu fyrir Fram í bikarkeppninni. Holden hefur verið kallaður til æfinga með félagi sínu í Englandi, úrvalsdeildarliði...

Fylkismenn komnir áfram (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hlutskipti liðanna tveggja sem mættust í sextán liða úrslitum bikarsins í Vesturbænum í gær hefur verið misjafnt í sumar. Fylkismenn eru efstir í úrvalsdeildinni og í gærkvöld komust þeir áfram í 8.liða úrslit bikarsins. KR-ingar ráku hins vegar þjálfara sinn fyrir skömmu, eru neðarlega í deildinni og dottnir út úr bikarnum. Fylkir vann stórleikinn í gær 1-0 en sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var. Ein afgerandi mistök réðu úrslitum. Þau gerði Gunnar Einarsson á 5. mínútu síðari...

Grindavík vann en KS hyggst kæra! (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þrír leikir fóru fram í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins í gær og unnust þeir allir á útivelli. Grindavík vann KS 3-1 á Siglufirði. Heimamenn hyggjast kæra leikinn því vafasamt er að Zoran Djuric og Ólafur Ívar Jónsson séu gjaldgengir með liði Grindavíkur í bikarkeppninni þar sem þeir léku með GG, venslafélagi Grindavíkur, í 2. umferð keppninnar. Þórður Birgisson kom KS yfir í leiknum en Scott Ramsey, Ray Anthony Jónsson og Óli Stefán Flóventsson skoruðu mörk Grindavíkur. Úrslitin...

Fer einhver í taugarnar á ykkur? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Fer einhver leikmaður Símadeildarinnar í taugarnar á ykkur? Ég veit ekki af hverju en Ingi Sigurðsson hjá ÍBV hefur alltaf farið svoldið í taugarnar á mér…

Staðan í Símadeild kvenna og 2.Deild karla (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
KR-stúlkur unnu stórsigur á Grindavík í leik liðanna í 7. umferð Símadeildar kvenna á þriðjudaginn og halda því enn í við toppliðin tvö ÍBV og Breiðablik, en Blikastúlkur töpuðu mjög óvænt gegn Stjörnunni 1-0, þar sem Freydís Bjarnadóttir skoraði sigurmark Stjörnustúlkna í fyrri hálfleik. KR sigraði Grindavík 9-0 þar sem Olga nokkur Færseth skoraði þrennu. Olga er þá markahæsta KR-stúlkan frá upphafi. Þær Ásdís Þorgilsdóttir og Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoruðu sitt hvor tvö mörkin. Þá...

KA komnir áfram í bikarnum (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
KA er komið áfram í Coca Cola bikarnum eftir að hafa slegið út lið Víðis úr Garði. KA-menn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum því leikurinn fór í framlengingu eftir markalausar 90 mínútur og þar var það Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson sem skoraði tvö mörk og kom KA því í átta liða úrslitin. Hér að neðan er síðan skrá yfir alla leikina í 16.liða úrslitum bikarsins. Þri.03.júl. Víðir - KA 0-2 Mið.04.júl. 20:00 Valur - Fram Mið.04.júl. 20:00 KS - Grindavík Mið.04.júl. 20:00 Stjarnan -...

Kvennaboltinn (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég skora á fólk að fjalla meira um kvennaboltann hérna. Senda inn greinar um leiki ofl. Þessi síða er ekki bara fyrir karlana! Stelpurnar hafa líka ýmislegt fram að færa og Símadeild kvenna er æsispennandi í ár. E.s. Fyrir tímabilið tók einn Huganotandi sig til og dæmdi allar opinberu heimasíður félaganna í Símadeildinni og gaf þeim einkunn. Nú er deildin hálfnuð og væri gaman ef einhver væri til í að leika sama leik og bregða sér í hlutverk gagnrýnanda. Ef svo er þá skaltu láta mig vita....

FRÉTTAPUNKTAR úr 8.umferð af mbl.is (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Einar Þór Daníelsson skoraði fyrir KR gegn Fram þriðja árið í röð í úrvalsdeildinni þegar hann gerði sigurmark Íslandsmeistaranna á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Einar hefur skorað fimm sinnum gegn Fram í deildinni á undanförnum sjö árum. *EINAR er orðinn fjórði markahæsti KR-ingurinn í efstu deild með 38 mörk. Aðeins Ellert B. Schram (62), Þórólfur Beck (49) og Gunnar Felixson (44) hafa skorað fleiri. Guðmundur Benediktsson er fimmti með 37 mörk. *KR-INGAR sigruðu Fram í 57. skipti í...

Winnie verður með KR út leiktíðina (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þá er það orðið ljóst, Winnie þjálfar KR út tímabilið. Rekstrarfélag KR og David Winnie hafa gengið frá samkomulagi þess efnis að David þjálfi KR út þetta keppnistímabil. Skotinn hefur þegar stjórnað KR í tveimur deildarleikjum og framundan eru stór verkefni, bikarleikur við Fylki og leikir við Vllaznia í Evrópukeppni meistaraliða. Winnie tók við liðinu er Pétur Pétursson hætti um daginn og hefur hann unnið einn leik og gert eitt jafntefli enn sem komið er. Winnie var jafnframt aðstoðarmaður...

Sex mörk í Kópavoginum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Símadeildarinnar í gær. Lið Breiðabliks var hálf-vængbrotið á móti Keflavík því slatti af leikmönnum liðsins voru í banni eða meiddir. Þar á meðal vantaði varnarjaxlinn Che Bunce en vörn Blika var hræðileg í leiknum. Gestirnir frá Keflavík komust yfir á 17.mínútu með glæsilegum skalla frá Gunnari Oddssyni. Markahrókurinn Guðmundur Steinarsson bætti við marki eftir misskilning í vörn heimamanna og staðan 0-2. Síðasta mark fyrri hálfleiks kom á 38.mínútu...

Fram í djúpum skít (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Í gær fór ég á einn leiðinlegasta leik sem ég hef séð í mjööög langan tíma. Fram mætti KR í Laugardalnum. Fátt var um fína drætti… eða bara fátt um drætti! Eina mark leiksins skoraði Einar Þór fyrir KR eftir 17.mínútur með skalla. Þegar ég reyni að hugsa til baka og finna eitthvað athyglisvert úr leiknum gríp ég í tómt. Þessi leikur var bara ein stór leiðindi. Því miður eru mínir menn í Fram í mjög djúpum skít eftir þennan leik og er það alls ekki ásættanlegt að vera aðeins með þrjú stig...

Kynþáttafordómar í boltanum (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Kynþáttafordómar í íslenska boltanum hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Þar sem ég er Framari þá man ég vel eftir svörtum Hollending sem var hjá okkur fyrir tveimur árum, Marcel Oerlemans. Hann fékk að kenna á fordómunum í lokaleik deildarinnar það ár gegn Víkingi. Í því tilfelli komu hróp og niðurlægingar frá einum af leikmanni Víkings. Marcel missti á endanum stjórn á skapi sínu og var rekinn út af með rautt spjald. Nú fyrir stuttu kom upp svipað mál nema þá var einn...

Hvar er Keflavík??? (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um hvar Keflavík sé? Af hverju eru öll liðin í Símadeildinni með sér síðu á Huga nema Keflavík? Ég spurði Vefstjóra út í þetta mál og hann svaraði mér því að þegar ákveðið var að öll liðin fengju sitt pláss á Huganum voru liðin látin vita. Þau voru beðin um að senda samþykki sitt og myndir til að nota á síðunni. Svör bárust frá öllum liðunum… nema Keflavík! Búið er að reka á eftir þeim og ég veit ekki betur en að þeirra síða sé á leiðinni. Kveðja hress

Boltaleikirnir (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl og blessuð. Ég hef staðið fyrir spurningaleikjum sem ég kýs að kalla Boltaleiki. Nú er tveimur leikjum lokið og þáttakan var dræm. Í fyrri leiknum var spurt út í Símadeildina almennt En í þeim seinni var spurt spurninga sem allar tengjast KR. Sigurvegarar voru arib og elwar og fá þeir ánægju í verðlaun :) Einn Boltaleikur er á leiðinni og verður hann tileinkaður Fylki, toppliðinu. Hann kemur væntanlega inn 5.Júlí. Ég hvet ykkur endilega til að taka þátt með því að senda mér svörin...

Grindavík tapaði og Ommel er búinn að semja við KR (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Grindavík tapaði í dag fyrri leik sínum gegn svissneska liðinu FC Basel, 0-3, en leikurinn fór fram í Sviss. Hinn 21 árs gamli ítalski miðjumaður Feliciano Margro kom svissneska liðinu yfir eftir aðeins sex mínútur og Kamerúnin Jean Michel Tchouga bætti öðru mark við 12 mínútum síðar. Staðan var því 2-0 í hálfleik fyrir Basel en Herve Tum skoraði síðasta markið fyrir Svisslendingana á 60. mínútu leiksins. Erfitt verkefni bíður Grindvíkinga um næstu helgi þegar seinni leikurinn fer fram í...

Staðan í 1.deildinni (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Það virðist vera mjög líklegt að KA-maðurinn Hreinn Hringsson verði markahæstur í 1.deildinni Lið hans tók Gumma Torfa og félaga ÍR-inga í bakaríið í gær með 6-0 sigri, Hreinn skoraði þrennu í leiknum. Nágrannarnir í Þór lágu í Garðabænum gegn Stjörnunni 3-1 og skoraði Garðar Jóhannsson sem öll mörk Stjörnunnar. Þróttur gerði góða ferð á Krókinn og sigruðu Tindastól 4-2 og eru skammt á eftir toppliðunum í fjórða sætinu, og gætu þeir jafnvel blandað sér í baráttuna. Þá unnu Víkingar sigur á...

Dómarinn til liðs við KR! (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Fyrirsögnin á þessari grein er mjög undarleg, en sönn! KR-ingar fengu nefnilega óvæntan liðsstyrk í Vesturbænum í gær á móti Breiðablik. Garðar Örn Hinriksson dómari slóst í lið með KR og dæmdi eins og vitlaus maður! Leikurinn byrjaði af miklum krafti og Blikar fengu óskabyrjun eftir sjö mínútna leik þegar Kristján nokkur Brooks skallaði í netið 0-1, Kristján slapp síðan í gegnum vörn KR á 15.mínútu en skaut framhjá. Á 36.mínútu byrjaði svo söngfuglinn Garðar Örn að sýna hvers hann er...

Æfir þú fótbolta? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum

Fylkir burstaði ÍBV! (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þrír leikir fóru fram í gær í Símadeild karla. Stórleikur umferðarinnar fór fram á Skipaskaga og var æsispennandi. ÍA tók á móti Grindavík og sigraði 3-1. Hjörtur Hjartarsson er í hörkuformi þessa stundina og það var ekki liðin mínúta af leiknum þegar hann kom Skagamönnum yfir. Óli Stefán Flóventsson jafnaði metinn með góðu skallamarki eftir hálftíma leik en mínútu síðar skoraði Hjörtur annað mark sitt og heimamenn aftur komnir með forystuna. Þjálfari ÍA, Ólafur Þórðarsson, skipti sjálfum...

Staðan í Símadeild kvenna og 2.Deild karla (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
SÍMADEILD KVENNA: Blikastúlkur trjóna á toppi Símadeildar kvenna eftir öruggan 3-1 sigur á slöppum FH stúlkum í gærkvöldi. Fyrsta mark leiksins skoraði Sarah Pickens eftir aðeins 30 sekúndna leik, en hún skoraði tvö mörk í leiknum og er önnur markahæst í deildinn með tíu mörk á eftir Olgu Færseth, KR, sem hefur skorað ellefu. KR stelpur eru með slakari hóp en undanfarin ár og það sýndi sig í Vestmannaeyjum í gær þar sem ÍBV vann sanngjarnan 3-1 sigur. Grindavík hefur komið á óvart í...

Var rétt hjá Pétri að segja upp? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum

Pétur sagði upp hjá KR! (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Pétur Pétursson sagði í dag upp störfum sínum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs KR í knattspyrnu. Undir stjórn Péturs urðu KR-ingar Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð en gengi liðsins á þessari leiktíð hefur valdið vonbrigðum. Kornið sem fyllti mælinn var 4-2 tap gegn Val í gær. David Winnie aðstoðarþjálfari KR mun taka við stjórn liðsins til bráðabirgða, og líklega taka við störfum Péturs sem aðalþjálfari liðsins.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok