Ef þú kannt lítið í fótbolta þá vona ég þessar leiðbeiningar komi þér að gagni. Leiðbeiningarnar eru úr eldgömlu tímariti frá 1919. KNATTHAFI er sá leikmaður sem síðast kom við knöttinn (spyrnti, skallaði, varpaði, sló knöttinn, eða varð fyrir honum, svo knötturinn kom einhversstaðar við hann), og er knatthafi þar frá því hann kemur fyrst við knöttinn og þar til annar leikmaður kemur við hann. SLAG (handspyrna – fisting), knötturinn sleginn með hnefa eða lófa (forréttindi markvarðar)....