Það eru til sérstök bílbelti fyrir hunda, þau eru í þremur stærðum, s,m,l. og kosta ekki mikið. Ég hef tíkina mína í svona belti og hún sættir sig alveg við það, þetta er sett utan um hundinn og það er lykkja á bakinu sem bílbeltið fer í gegnum, þá skröltir hundurinn ekki laus um bílinn og kastast til og frá í beygjum. Ágætis lausn finnst mér.