Já, ég hef stefnt í leiklistina síðan ég man eftir mér, enda ólst ég nokkurnveginn upp í leikhúsi… Ég stefni á Leiklistarskólann á Íslandi (er það ekki bara leiklistardeild LHÍ?) eftir stúdent, þ.e. eftir 2 ár. Ég hef ekki enn fengið minnstu löngun í að fara út í leiklistarnám en ég held öllum möguleikum um áframhaldandi nám í útlöndum opnum :) Þ.e.a.s. ef ég kemst inn á Íslandi. Annars er ég bara alveg staðráðinn í að verða leikari og ef ég kemst ekki inn á Klakanum fer ég kannski bara...