Gráttu mig eigi, þó ég bíði þess að þú komir frá sólinni og kyssir mig, faðmar mig og gefir mér heiminn. Gráttu mig eigi, þó ég standi hinum megin við glerið og græt þig, horfi á þig í fjarska og kalla þögulli röddu á þig sem ég þrái. Gráttu mig eigi, þó þú heyrir óm af minni rödd, sjáir mína hönd leita þinnar og tár mín falla vegna þín. Gráttu mig eigi, þó þú getir ekki stigið skrefin til mín eða rétt mér þína hönd. þó þú sveipir þig skikkju og gangir burt. Gráttu mig eigi því ég elska þig.