Hann þurrkaði svitann úr lófunum sínum í buxurnar. Svitinn spratt fram allstaðar, bara þetta kvöld, því hann vissi hvað hann þurfti að gera. Hann horfði yfir götuna, á stóra húsið, sem beið þar í skugganum frá trjánum. Gæti hann ekki bara snúið við og farið heim… nei, hann varð að gera þetta, það hafði aldrei verið eins dimmt og þetta kvöld. Hann beið enn í skugganum af sjoppunni sem hafði verið lokað fyrir um klukkutíma, svo núna var hann einn og beið og fylgdist með húsinu. Hann fleygði...