Hann fór inn á vinnustofu sína og bjóst ekki við að gera neitt, hann hafði ekki gert neitt lengi. Hann tók upp pensilinn og byrjaði að mála en endaði með því að grýta verkinu þvert yfir vinnustofuna, svo það lenti með látum á veggnum. Hann opnaði vodka flöskuna sem stóð á borðinu innan um litina og penslana, hann fékk sér drjúgan sopa og gretti sig aðeins, fyrsti sopinn var alltaf aðeins of sterkur. Næsti varð fínn og þar næsti á eftir og svo næsti og næsti. Hann átti ekki við neitt vandamál...