Þótt þú þurfir að upplifa það að önnur mannvera og dómgeind hennar bregðist þér, og því trausti sem þú gafst henni, þá er það ekki dómgreind þín sem klikkaði heldur hennar, því ekki var þér falið að hugsa fyrir hana, sjáðu til. Þú þarft hins vegar að upplifa vonbrigði, þess að hafa gefið traust sem ekki reyndist innistæða fyrir. Með því að álykta sem svo að dómgreind þín hafi brugðist, í þessu efni þá ert þú að taka á þig eitthvað sem önnur manneskja á, og þar með fórna þinni sjálfsvirðingu.