Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þér er að sjálfsögðu heimilt að stofna félag, gegn rasistum allra handa en fyrst væri ágætt að finna út muninn á þrasimsa og rasima, svo ekki sé minnst á “hatursmyndir ” kynþátta í millum hvers konar hér á landi, sem mér finnst þú sjá ofsjónum yfir, sökum þess að hér eru orð og tjáning til þess að tjá skoðanir í stað vopna.

Re: Hvernig er dómum háttað á Íslandi???

í Deiglan fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það sem mér finnst skapa réttaróvissu eru hinir mismunandi dómar héraðsdóma annars vegar og Hæstaréttar hins vegar. Í fjölmörgum málum eru mál send úr Hæstarétti niður í frumrannsókn stjórnvaldsaðila. Hvers vegna er svo mikill munur á eðli mála millum dómstóla, sem raun ber vitni. Það fæ ég ekki alveg skilið.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Samylkingingin er núll og nix, og þú sjáflur einn og sér ert mun betri til þess að standa vörð um þín réttindi og þinna. Þú þarft að byrja á þvi að losa þig við reiði, því reiði og hatur ber okkur ekki áfram heldur afturábak. Kærastan þín verður það sem hún vill vera hér á landi. Að stofna félög til að berjast á móti einhverjum öðrum félögum er aðeins til þess að auka erjur og búa til illindi. Ég er ekki í sértrúarsöfnuði en hef þó öðlast þá vitneskju á lifsleiðini, að sannleikur er forsenda...

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Kanski þarft þú að gaumgæfa ögn betur skoðanir þínar, í stað þess að hóta kærum og illindum þeim til handa sem eru þér ekki sammála í skoðunum. Þú telur það á þínu færi að dæma ( fordæma = rasismi ) “ rétt hugsandi ” menn, en telur hluta manna “ viðbjóðslega ” fyrir það að hafa uppi sínar skoðanir. Afar sérkennilegt !

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Aftur vilmar. Hvernig væri að taka sér spegil í hönd og athuga hvað þu ert að segja. Þínar þrasistaaðferðir og útskúfunarhugmyndir eru lítt til þess fallnar að gera nokkuð annað en AUKA á fordóma. Væri ekki athugunaefni að reyna að víkka sjóndeildarhringinn ?

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Rasimi er þras og nöldur og því er hægt að svara, með orðum, því færri þeim mun betra. Hafnarfjarðarbrandarar ´framleiða endorfín og minnka þannig þras. Gott mál. Kemur ekki við mig þótt ég búi í Firðinum.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég verð að segja að sjaldan hefi ég séð slíkar öfgar fullyrðinga eins og finna má í málflutningi þínum vilmar. Þú talar um “ viðbjóðslegt fólk ” mér vitanlega er fólk ekki viðbjóðslegt heldur aðeins manneskjur með sama tilverurétt, hvar á jörð sem er. Manneskjur er koma úr mismunandi menningarsamfélögum þar sem t.d. uppeldisaðferðir eru mismunandi, er aftur mótar samfélög að hluta til. Fátækt og skortur á menntun háir hluta mannkyns, meðan við eyðum og sóum í veraldleg verðmæti, sem möl og...

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Kæri vilmar. Ég óska þér til hamingju með kærustuna þína. Þótt forfeður unnustu þinnar hafi orðið fyrir ofsóknum einhvern timann í fyrndinni, af hálfu manna sem eru eins á litinn og þú kann svo að vera að þær ofsóknir séu í nokkuð annari mynd en orðum manns í viðtali í blaði. Þetta held ég að þú ættir að reyna að útskýra betur fyrir þínum nánustu sem og hve mikilvægt það er að hafa frelsi til þess að tjá skoðanir sínar, til þess að kveða niður fordóma og óréttlæti, með orðunum einum....

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Já droopy. Það er einmitt athugunarefni hvort við erum ekki að framleiða fordóma.

Re: Kerfi orkustöðvanna sjö

í Dulspeki fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hmmm. deddida. Það vantar ekki víðfeðmi viðfangsefni þinna hugleiðinga um hið víðtæka orkusvið mannsins, enda að sjá má mér og mörgum öðrum orðfall. Það sem´ég velti hins vegar fyrir mér hvernig við náum því að samræma þá þætti sem þú nefnir með góðu móti dags daglega. Taktur lífsins hljómar til oss hvern dag með mismunandi hljómfalli, og táknrænum tilbrigðum. Hæfni okkar til þess að stíga dansinn eða nema táknmálið fer eftir samstillingu innsæis og rökhyggju, ásamt hinni tilfinningalegu...

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Góði besti. Blót í málefnaummæðu er ómálefnalegt og þar með “ rasismi ”. Ég bað þig að gaumgæfa, þinn málflutning. Innflytjendastefna er enn ekki til á Íslandi. Það er ekki vegna fordóma sem innlytjendur fá láglaunastörf heldur vegna græðgi okkar Íslendinga, til eiginhagsmunaafkomu í hlutabréfafyrirtækjum sem reka þarf með gróða með ódýru vinnuafli. Það þarf ekki mörg orð um þær starfgreinar sem innflytjendur er helst að finna í á Íslandi til þess að sjá þá hræsni sem til staðar er varðandi...

Re: Hvað er politík.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Sammála svari þínu mestmegnis. Sökum ofgnóttar í orðavali hins íslenska máls kann svo að vera að hentugra væri að stefnuskrár flokkanna birtust einnig á ensku, m.a. með tilliti til hins fjölmenningarlega samfélags sem við nú byggjum,, sem og til þess að koma í veg fyrir “ stefnir að ” “ mun hafa það að markmiði ” “hyggst beita sér fyrir ” og alls konar annars undansláttar í loforðavali sem finna má í stað þess að tala um “ skal ” eða " ætlar .

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Sammála þér Fresca.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Kæri ramax. Fyrir það fyrsta tel ég orðaval þitt þ.e. “ andskotann ” vera í ætt rasismans. Mér finnst að þú ættir nú kanski að gaumgæfa ögn betur umhugsun þína um rót vandamála varðandi innflytjendur, sem við teljum okkur “ bjóða velkomna ”. Til hvers ? Til að vinna fyrir okkur láglaunastörf, sem við lítum ekki við, fyrr en atvinnuleysisdraugurinn vaknar. Er það til að innflytjendur séu þá bara sendir úr landi ? Svarið er já. Því miður. Sökum þess þarf að ræða málefni innflytjenda sem eiga...

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
" Oft fyrir aðkasti ! segir þú . Ég er þér ósammála og held að hér sé verið að blása í blöðru fáfræði þessa efnis. Þvert á móti held ég að við Íslendingar komum fram við börn með annan litarhátt, nákvæmlega eins og okkar eigin, og ef eitthvað er jafnvel betur, vegna þess hve vel við erum upplýst varðandi fordóma.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Kæri honeybun. Mér sýnist þú hafa dottið í persónulega niðurlægingarpyttinn, það er leitt. Umræða þessi af minni hálfu snýst um tjáningarfrelsið og hugsanlega frekari annmarka þess, eftir fallin dóm. Ég rétti þér því hönd mína til þess að hjálpa þér upp úr pyttinum, og fyrirgef þér aðdróttanir í minn garð.

Re: Álfabikar

í Heilsa fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þetta er án ef einhver sú hollasta uppfynding sem átt hefur sér stað .

Re: Hvað er politík.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Mér dettur í hug Star Wars, eftir þessa lesningu satt best að segja, og held að ég sjálf kysi ögn óskipulagðari framsetningu. Kanski er ég bara svona vitlaus. Annars er pólítik líf fólks í þvi landi sem það býr, þ.e almennt skipulag ákvarðanatöku kjorinna fulltrúa fólksins, því til handa, og aðhald fólksins um að aðferðir þær sem hinir kjörnu fulltrúar hafa staðið fyrir gangi eftir.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hvers vegna datt DV í hug að reifa þetta mál, með forsíðuviðtali, með fyrirsögn að eigin vali ? Þar hljóta að liggja að baki forsendur af hálfu ritstjóra og blaðamanna, fyrr og síðar.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Nuff. Almennt umburðarlyndi gagnvart hverjum þeim aðstæðum sem upp koma á hverjum tíma er eðlilega mismunandi, og slíkt verður ekki mótað með lagasetningu ellegar framkvæmd, heldur siðferðisvitund. Kemur ættleiðing barna frá öðrum löndum þessu máli eitthvað við ?

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Jusl. Værir þú til í að útskýra “ rasimsa ” og kynþáttahatur ?

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Já davidoj. Svo gæti farið að þér væri bannað að segja brandara, svo þú ættir ekki fyrir salti.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Nokkuð mikið rétt Lahassad, og eins gott að hæfir menn veljist til þess að flokka ummæli manna og túlka þau.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
DrAnus. Ég er mjög sammála þér. Allir eru flokkaðir sem rasistar, sem nefna umræðu um málefni innflytjenda, þótt fæstir er tala um rasimsa virðist hafa minnstu hugmynd um hvað felst í orðinu.

Re: Dómur fallinn um afmarkað tjáningarfrelsi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þú tekur fram að “ ef hann væri hálft eins gáfaður og hann telji sig vera” sem aftur innifelur þínar skoðanir um gáfnafár hans, og gæti talist afstætt varðandi nýfallin dóm, hvað ef þú yrðir sektaður fyrir þau ummæli ? Væri vegið að tjáningarfrelsi þínu ?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok