Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Hinar hræðilegu, HRÆÐILEGU klámbúllur Djöfulsins

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll thossi. Í mínum huga dansa ég ekki einhvern línudans um það hvort Strippsýningar séu list eða ekki. Strippsýningar eru einfaldlega klámiðnaður en ekki list. kveðja. gmaria.

Re: Bannað að mótmæla með hulið andlit.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hnobbi. Það sem ég hef löngum sagt “ það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi ” Vantar bara sérstaka lagasetningu um það að handtaka megi fólk með lambúshettur og gleraugu sem meinta glæpamenn. kv. gmaria.

Re: Börn og trú, boðun kærleika.

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
skl. Ég er kristinnar trúar það er hluti af íslensku þjóðkirkjunni. Omega stöðin það sem ég sé af henni öðru hvoru hefur aðeins boðað það sem stendur í ´Biblíunni , vegna þess að þessi stöð gefur sig út fyrir það að vera boðberi trúarlegra málefna og því menn þar á bæ með Biblíuna sér til handar til flettinga hverju sinni. Að börn megi ekki vera þáttakendur í trúarlegum athöfnum sökum þess að það kunni að hafa í för með sér heilaþvott tel á álika því að selja frelsið í formi hlutabréfa á...

Re: Hinar hræðilegu, HRÆÐILEGU klámbúllur Djöfulsins

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll krilli. Frábær útskýring. Nákvæmlega, skilgreiningin er ALLT of “ defined og þröng ” til þess að hægt sé að færa einhver haldbær rök fyrir þvi að “ STRIPP ” sé list með eitthvað sérstakt gildi. Ef hér væri um metnaðarfulla listgrein að ræða þá væru væntanlega haldnar opinberar sýningar þar sem almenningi gæfist kostur á að kynna sér þessa listgrein sérstaklega ef til vill með styrkveitingu hins opinbera. kveðja. gmaria.

Re: Hvenær bauð Halldór , Arafat í heimsókn ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þakka thossi. Mér finnst nefnilega svo vont að hafa misst af svo mikilvægum tímamótaatburði í friðarumleitunum Íslendinga, jafnvel þótt óformlegar séu. Vonandi verður að finna formlegt tilboð innan tíðar. kveðja. gmaria.

Re: Barist gegn ofbeldi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll LárusH. Mikið rétt. “ Ofbeldi er vandamál samfélagsins í heild, sama hver verður fyrir því”. Sökum þess lít ég svo á að við megum ekki hlusta þegjandi á að slíkt viðgangist í þeim mæli sem raun er og skilgreint er nú sem heilbrigðisvandamál á alþjóðlegan mælikvarða. ( heimilisofbeldi sem börn alast upp við) Við þurfum að ræða hvenær einhvern einn einstaklingur hefur gengið svo langt að beita aðra manneskju þvingun/ nauðgun ellegar hótað/ meitt í krafti valds/ aflsmuna eða annars....

Re: Barist gegn ofbeldi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri BoBmeiZter. Gott til þess að vita. Vandamálið er hins vegar að til eru þeir sem ekki víla slíkt fyrir sér. kv. gmaria.

Re: Barist gegn ofbeldi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri ziaf. Það er ágætt að þú sérð að fordómar í samfélaginu einkenni umræðu þessa, og er nokkuð fremur til þess fallið að eyða fordómum, nema umræða um málin? Konur telja sig án efa vera að reyna og reyna með því að hlífa körlum við kærum sem beita þær ofbeldi og að reyna að þurfa ekki að flýja heimilið á vergang með börn til þess að kæra því hvernig ætti kona að geta ´búið undir sama þaki áfram með þeim sem hún hefur lagt fram kæru á hendur. Ég var hér með grein minni að reyna að benda á...

Re: Erindi Þjóðhagsstofnunar um innflytjendur á Íslandi

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri thossi. Þeir foreldrar sem flytjast hingað til lands með börn sín úr samfélagi þar sem líkamlegar refsingar eru hluti af uppeldi leggja slíkt ekki til hliðar við það eitt að flytja hingað. Sem dæmi tíðkast það í einu samfélagi að refsa stelpum með ólum en strákum með priki, meðan annað samfélag myndi kalla slíkt líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hvað varðar grundvallarreglur mannlegs samfélags þá er þarna að finna mismunandi grundvallarreglur . kveðja. gmaria.

Re: Erindi Þjóðhagsstofnunar um innflytjendur á Íslandi

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll. Afar fróðlegt. Það var kominn tími til að einhver áttaði sig á einhverju ef svo má segja. Nákvæmlega þetta sem finna má í þessari einu setningu þessarar niðurstöðu forstöðumanns byggðaþróunarmála hér á landi í þessu erindi, hlýtur að vekja til umhugsunar. “Nágrannalöndin hafa mörg hver þurft að viðurkenna að mikill munur á almennri afstöðu fólks, til grundvallarreglna mannlegs samfélags getur leitt til vandræða.” Grundvallarreglur mannlegs samfélags eru nefnilega afar ólíkar í...

Re: Hinar hræðilegu, HRÆÐILEGU klámbúllur Djöfulsins

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri Armon. Það er engin list í því fólgin í minum huga, að snúa sér kringum eitthvað járnadrasl, allsber. Ég hygg að allar konur gætu framkvæmt slíkt athæfi ef siðgæðisvitund þeirra myndi bjóða þeim að taka þátt í slíku. Klám sem söluvara með þessu móti miðast við eftirspurn og þegar um mikið framboð er að ræða og mikil eftirspurn er eftir klámi, þá hnignar siðgæði alla jafna í réttu samræmi við það. Mér finnst það stórhlægilegt satt best að segja hve mörg réttlætingarrök menn virðast...

Re:Hvenær bauð Halldór , Arafat í heimsókn ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri b52. Hvenær gerðist það að Halldór bauð Arafat hingað í heimsókn ? Það hefur alveg farið fram hjá mér. Var það nú nýlega ? Varðandi Evrópumálin þá tel ég það ábyrgðarleysi af utanríkisráðherra að ræða mögulega aðild að Evrópusambandinu án þess að kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi hafi svo mikið sem lotið einhverjum leiðréttingum, af hálfu stjórnvalda, þar sem örfá útgerðarfyrirtæki á landinu ráða yfir meginhluta aflaheimilda og nýliðun er engin í greininni. Að ganga með slíkt kerfi...

Re: Barist gegn ofbeldi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
BobmeiZter. Konur eru menn. Ég dreg þá ályktun út frá svari þínu að þú sért karlmaður, og í því sambandi vil ég spyrja þig. “ Ef við tvö byggjum saman og okkur sinnaðist og þú myndir hóta að henda mér út úr húsi. Ég myndi öskra grimmdarlega á þig, myndir þú lyppast niður við öskrið ? ” Ef þú myndir framkvæma hótun þína um að henda mér út með handafli, gæti ég fengið rönd við reist ? kv. gmaria.

Re: Barist gegn ofbeldi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæl/l vallabj. Þessi mál þarf að ræða því hér er um þjóðfélagsmein að ræða, þjóðfélagsmein sem oftar en ekki er vel falið innan friðhelgi heimilisins. kv. gmaria.

Re: Barist gegn ofbeldi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hvað segirðu GunniS. Mála konur ALLTAF mynd af sér sem fórnarlömb og stimpla alla karla sem ímynd hins illa ? Ég er ósammála. Hér er um að ræða átak til að opna umræðu um mál sem eru í eðli sínu stóralvarleg þar sem misbeiting valds verður til þess að viðkomandi hefur hlotið af skaða á sál eða líkama. Hverjum dettur í hug að konur séu dýrlingar eða englar frekar en karlmenn, þær hafa hins vegar ekki aflsmuni líkamlega á við þá, og því ójafn leikur ef þeir hinir sömu beita aflsmunum. kv. gmaria.

Re: Barist gegn ofbeldi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri fortune. Bæði rauðhærðir og öryrkjar kunna að vera þolendur þess konar aðferðafræði sem hér er rætt um . kv. gmaria.

Re: Davíð með barnalegar skoðanir á ESB

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll gummi. Það alvarlegasta er að ef Íslandi dytti í hug að æskja inngöngu í slíkt bandalag, með núverandi kvótakerfi og innbyrðis óréttlæti þess í farteski , þá myndi það hið sama óréttlæti verða óafturkræft til umbreytinga um aldur og ævi. Það atriði kann að þjóna þeim er þar ´njóta hagsmuna nú s,s, eigendum og hluthöfum stórra starfandi sjávarútvegsfyritækja. kveðja. gmaria.

Re: Stöðvum vitleysuna strax!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri Vignir. Þú segir “ myndi óhagkvæmur landbúnaður leggjast af og í stað hans koma hagstæður, við það myndi rikið spara hellings aur……. ” Hvílík röksemdafærsla ? Við þyrftum sem sagt að þinni röksemdafærslu gefinni ekkert að leggja af mörkum árlega í sjóði Evrópusambandsins til þess að öðlast óendanlega hagkvæmni á öllum sviðum. Við gætum bara sagt okkur á bæinn Brussel og heimtað og heimtað án endurgreiðslu allt það sem okkur dytti í hug. Óendanleg hamingja og hagkvæmni þess sem finna...

Re: Rauða strikið og peningaleg fyrirbæri !

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri ziaf. Verkalýðsfélög væru ekki til með starfssemi nema vinnandi menn á vinnumarkaði greiði til þeirra hinna sömu gjöld til starfssemi. Hagsmunir launþega er tilgangur starfa þessara, og samningagerð um kaup og kjör hluti af því verkefni. Ef undirritaðir eru samningar sem eiga að bæta kaup og kjör eru næstum ógildir vegna verðbólgu þ.e. vara og þjónusta hefur hækkað áður en blekið er þornað á undirritun samninganna, þá er til lítils af stað farið. Slíkt átti sér stað eftir síðustu...

Re: Rauða strikið og peningaleg fyrirbæri !

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nákvæmlega GunniS. Markaðsumhverfið kallar á nýja aðferðafræði og Seðlabankinn fékk nýtt sjálfstæði og í stjórn bankans settust boðberar slíkrar stefnu á sama tíma. Tíma þar sem sligandi olíukostnaður, verkföll, og minnkandi veiðanlegur afli úr sjó, setti hagkvæmnisforsendur kvótakerfis og fjárfestinga í því hinu sama kerfi s,s lífeyrissjóðum landsmanna í verulegt uppnám. kveðja. gmaria.

Re: Stöðvum vitleysuna strax!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll Ingólfur. Alveg sammála svona vitleysu þarf að stöðva strax. Þvílíkrar og annarar eins “ ranghugmyndafræði ” finnast varla að ég held dæmi í íslenskri pólítik. Hér á landi hefur nákvæmlega ekki neitt verið rætt um galla EES samningsins fyrr en núverandi utanríkisráðherra gerir slíkt allt í einu að vandamáli, “ hef verulegar áhyggjur af ” … semsagt þessar “ verulegu áhyggjur ” af bókun b sem enginn fékk að vita hvað inniheldur, eiga að nægja til umhugsunar um Evrópusambandsaðild, sem og...

Re: 2 lög í gildi um hnefaleika?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll jonr. Einmitt gat það verið að fyrri lög hefðu ekki lotið endurskoðun á sama tíma. Ekki í fyrsta skipti. Góð ábending . kv. gmaria.

Re: Davíð með barnalegar skoðanir á ESB

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri deus. Ég er hjartanlega sammála Davíð varðandi það atriði að innganga í ESB er með öllu tilgangslaus nú um stundir og ábending hans um “ bærileg áhrif á reglugerð um rottueitur og tóm til nefndarstarfa um hreinlæti á vinnustað ” er einkar skiljanleg í ljósi yfirlýsinga samstarfsflokksins sem þykist allt í einu sjá sjávarútvegsstefnu núverandi endanlega festa í sessi til handa nokkrum sækóngum, með inngöngu í Esb. Í upphafi skyldi endirinn skoða sem og hvaðan vindurinn blæs hverju sinni...

Re: Er hagfræði nútímans á villigötum ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kæri Zíon. Ég lýsti hugmyndum mínum um lausnir í stuttu máli hér í grein minni að ofan. Skipta á kvótakerfum landbúnaðar og sjávarútvegs í tvennt í áföngum, þannig að úthlutuð atvinnutækifæri atvinnugreinanna deilist til umhverfisvænni aðferða við framleiðsluna hægt og sígandi, en þannig má jafnframt leiðrétta tilkomið óréttlæti við kvótassetningu án þess að ríkið þurfi að verða skaðabótaskylt af breytingum. Umhverfisvænni aðferðafræði í sjávarútvegi þýðir fleiri störf í smærri...

Re: Áfengi í kjörbúðir

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll snjólfur. Við skyldum nú aldrei vanmeta gildi forvarna þótt allsendis sé ekki sama hvernig aðferðafræði er viðhöfð í því efni, né heldur hve miklu til er kostað. Varðandi áfengissölu í kjörbúðum, þá finnst mér slíkt hreint ekki skorta og get reyndar ekki séð framgang þess arna vel mögulegan miðað við núverandi system sem í gildi er, þar sem afgreiðslufólk er við störf svo ungt að ekki getur afgreitt tóbak, ( löglega söluvöru ) hvað þá áfengi. Áfengið og afleiðingar þess eru slíkur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok