Sæl GlingGlo. Ekki er ég heldur hið fullkomna foreldri, og mér hefur orðið það á að slá á bossann á mínu barni líka, og fyllast samviskubiti í kjölfarið, vitandi vits að það er ekkert rétt við það. Einvera ( time out ) sem þú bendir á, er mjög góð og mildileg aðferð, og ekki hvað síst góð vegna þess að þá er barnið að læra , að það fær ekki að vera með, vegna þess að það gerði eitthvað af sér, og biðin í einveru veldur því að barnið veltir vöngum yfir afleiðingum gjörða sinna. kveðja. gmaria.