Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Siðfræði markaðslögmálanna !

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Giraffi. Það er rétt að mjög svo sérkennilegt er að einhverjir vankantar lagalega, skuli virkilega vera þess valdandi að starfandi bankastofnanir í landinu deila og fella dóma á víxl, fyrir alþjóð, vegna “óskilgreinds eignaréttar ” stofnfjáreigenda. Varðandi banka og þjónustu þeirra almennt þá hefi ég gegnum tíð og tíma haft viðskipti við tvo banka, og því borið saman ýmislegt í þjónustu þeirra hinna sömu á hverjum tíma. Það sem einkum hefur farið fyrir brjóstið á mér er ósamræmd...

Re:

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
deus. Ég held að ef við göngum til viðræðna með núverandi framkvæmd laga í reynd sinni, lög um núverandi eignahald örfárra yfir vorum fiskimiðum og lagaheimildum um framsleljanlega leigu og sölu á aflaheimildum, muni nákvæmlega ekkert annað gerast en það að eigendur munu selja og leigja hæstbjóðanda innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaða yfirráða yfir aflaheimildum á Íslandsmiðum er því miður eins og staðan er nú aðeins í hendi örfárra útgerðarfyrirtækja og forsvarsmanna þeirra ekki...

Re: Ofstyrkt verksmiðjuframleiðsla innan ESB.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Konny. Salmonellusýkt korn úll la la = salmonlellusýktir kjúklingar. 1. Ég vil benda þér á það að HÁTT VERÐ ER ALVEG EINS BÆNDUM AÐ KENNA því þeir hinir sömu hafa látið bjóða sér hvaða skilmála sem henta alveg eins og “ leiðitöm naut ” í áraraðir hér á Íslandi undir leiðsögn miðstýringarapparats undir formerkjum Bændasamtaka sem eru á launum hjá ríkinu og hafa verið um áraraðir. 2. “Grenjandi neytendur” er eitthvað sem hver einasti söluaðili á Íslandi hlýtur að þurfa að meðtaka sem...

Re: Komið með eitthvað nýtt!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Betarokk. Góð hugleiðing ! Stundum finnst mér að hluta kvenna virðist nægja að skilgreina sig sjálfar sem “ femínista ” og þar með þurfi þær ekki að gera neitt annað en bara “ vera það ” . Antipat kvenna á kvenímyndinni einkum hjá skilgreindum femínistum ( sumum ) er oft stórhlægilegt, satt best að segja, líkt og kvenmenn vilji afneita sjálfum sér en svo síðar væla yfir því að ekki sé nógu mikið gert fyrir þær hinar sömu af körlunum en að virðist eiga þeir hinir sömu að koma hlaupandi með “...

Re: Umburðarlyndi

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
geirag. Fyrir mína parta er það útfærslan , þ.e. aðferðafræðin við framkvæmd frjálshyggjunnar, sem vegur og metur á mínum vogarskálum hvort sé af hinu góða eða slæm hverju sinni.

Re: Þjónusta við heilbrigði á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ihg. Gegnum tíð og tíma hefði án efa mátt skipuleggja ansi margt betur og má enn. Ég get sagt þér það að á sínum tíma sótti ég marga fundi og fræðsluerindi er vörðuðu heilbrigðismál, m.a. einn fund á vegum Samtaka heilbrigðisstétta sem ég þá bjóst fyrirfram við að yrði mjög fjölsóttur en raunin var nú ekki sú. Ég og samstarfskona mín vorum ein af c.a. 15-20 manna hópi ásamt fyrrverandi landlækni. Mig minnir að þarna hafi verið til kynningar eitthvað um réttindi sjúklinga. Þetta fannst mér...

Re: Ofstyrkt verksmiðjuframleiðsla innan ESB.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
china. Þau stjórnvöld sem bæði ég og þú kjósum á hverjum tíma móta stefnu í landbúnaðarmálum sem öðrum. Það er því okkar að hafa áhrif á þau hin sömu fyrir eða eftir kosningar. Ætli stjórnvöld liggi ekki undir feldi og gaumgæfi núverandi vandamál kjúklingaframleiðslu í landinu sem veldur þessum kjúklingaskorti, sem er án efa salmonellutilfelli sem upp koma í framleiðslu stórra búa, of stórra að mínu viti, því ef einu slíku þarf að loka þá kann slíkt að valda skorti á mörkuðum. Nákvæmlega...

Re: Ofstyrkt verksmiðjuframleiðsla innan ESB.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
droopy. Bændum hefur fækkað mjög mikið og búin stækkað, það hefur samt sem áður ekki þýtt lækkað verð til neytenda svo nokkru nemi, enda stefnan sú að ástunda verksmiðjuframleiðslu enn hér á landi að meginhluta til, þar sem mikill hluti kostnaðar liggur í vélvæðingu hvers konar, sem og notkun á tilbúnum áburði svo ekki sé minnst á kostnað við dýralækningar. kveðja. gmaria.

Re:

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
deus. Aðeins varðandi það síðasta sem þú nefnir þ.e. að laga úthlutun á kvótanum eftir inngöngu í Esb. Það tel ég vera ómögulegt, og það eitt að ganga með núverandi lagasetningu sem samningsmarkmið munu gera þá hina sömu óafturkræfa um aldur og ævi og festa í sessi mistök aldarinnar síðustu. kv. gmaria.

Re: Þjónusta við heilbrigði á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ihg. Því miður er raunin sú að sumarfri sérfræðinganna er ekki hægt að dekka í læknaskortinum nema með þessu skipulagi, en sumarfrí hafa verið og eru viðvarandi vandamál þar sem m.a. lokanir heilu deilda sjúkrahúsa hafa á stundum þurft að koma til vegna þess eins fáránlegt og það nú er því við skattgreiðendur sem borgum þessu fólki laun fáum ekki sumarfrí frá skattgreiðslum og viljum því að þjónustan sé eins allt árið, ekki hvað síst þar sem þjónusta þessi er við heilbrigði vort. kv. gmaria.

Re: Þjónusta við heilbrigði á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
GunniS. Halldór er ágætis maður hins vegar er hann vanhæfur þegar kemur að umræðu um sjávarútvegsmál einugis sökum þess að hann kann þar að hafa eiginhagsmuna að gæta og tal hans um ásættanlega sjávarútvegsstefnu Esb allt í einu er álíka allt ´einu pólítik Jóns Baldvins á sínum tíma, þar sem samskipti þeirra sem utanríkisráðherra við ráðamenn ESb virðast hafa blindað sýn þeirra nokkuð mikið í embætti utanríkisráðherra landsins. Ætli Halldór taki ekki við sendiherraenbætti af Jóni Baldvini...

Re:

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
deus. Ég er nú kona en það skiptir ekki máli. Það er hverjum hugsandi manni ljóst að ekki er nokkrum til góðs að afnema eitthvað í einum rykk, enda þýðir slíkt gjaldþrot, hins vegar göngum við ekki til samninga við aðrar þjóðir með kerfi aðalatvinnuvegar sem hefur mismunað landsmönnum í nú tæpa þrjá áratugi án þess að leiðrétta í einhverju þann mismun fyrst. Uppboð aflaheimilda leiðréttir nákvæmlega ekki neitt sökum þess að þá er verið að búa til enn frekara brask sem engin hefur efni á, því...

Re:

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
deus. Veit ekki hvort þú ert að svara mér eða ekki með síðasta innleggi þínu. Fyrir það fyrsta virðist þú ekki hafa vitneskju til þess að bera hvernig núverandi sjávarútvegsfyrirtæki gátu haslað sér völl, í upphafi, s.s. með kaupum lífeyrissjóða landsmanna í hlutabréfum viðkomandi aðila, þar sem þeir er áttu þessa peninga þ.e. lífeyririnn tóku ekki ákvörðun um slíkt heldur stjórnendur lífeyrissjóðanna sem sumir hverjir áttu einnig hlut í eða tengdust viðkomandi útgerðarfyrirtækjum, jafnvel...

Re:

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
deus. Mér virðist þú falla nokkuð í þann flokk manna sem hér hefur haldið á lofti ágæti Evrópusambandsaðildar með hroka og yfirlæti, þar sem t.d. viðkomandi hefur ekki einu sinni fyrir því að svara viðmælendum í umræðu. Ég geri því hér tilraun til þess að spyrja þig, hvort þú vitir eitthvað um fiskveiðistjórn á Íslandi, undanfarna áratugi, og þróun þess kerfis sem hér hefur verið við lýði sem eðli máls samkvæmt hlýtur að innihalda þau “ samningsmarkmið ” sem þið Evrópusinnar viljið fara með...

Re: Þjónusta við heilbrigði á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
GunniS. Ég er sammála því að við erum þó það efnahagslega vel sett að við eigum alveg hreint að geta haldið uppi góðri læknisþjónustu við hvern einasta landsmann. Það er víða bruðl það vantar ekki, og þetta blessað sendiráð í Japan var furðulega dýrt, að mínum dómi “ snobb ” öðru nafni sýndarmennska. Gallinn við hið íslenzka heilbrigðiskerfi er hins vegar sá að það er fyrir löngu síðan orðið allt of umsvifamikið, þannig að sumir er þar starfa virðast á stundum, líta á kerfið sem alfullkomið...

Re:

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sæll. Ætli fari ekki að minnka áhuginn á Íslandi ef marka má yfirlýsingar forstjóra Samherja í blaðaviðtali nýlega þess efnis að “ eftir 10- 20 ár verði Ísland ekki stór fiskveiðiþjóð ”, en það fyrirtæki hefur nú tekið til við það að ala fisk í kerjum inni á fjörðum. kv. gmaria.

Re: Þjónusta við heilbrigði á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ihg. Fyrir nokkrum árum áttu svokölluð ferliverk að leysa vandann, þ,e verktaka sérfræðinga við aðgerðir á sjúklingum. Þá kom til annar vandi ekki hafði verið samið við hjúkrunarfræðinga á sömu nótum, þ.e til þess að inna af hendi þá akkrorðsvinnu sem á stundum í þessu fólst. Sérfræðingarnir voru ekki starfsmenn spítalanna heldur verktakar, um tíma algörlega utan trygginga varðandi mistök ef vera kynnu. Spítalarnir sjálfir heldur ekki tryggðir svo nokkru næmi. Ríkið sat því uppi með tjón ef...

Re: Ofstyrkt verksmiðjuframleiðsla innan ESB.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sæl aftur Konny. Nei ég læt mér ekki detta í hug að lífrænn landbúnaður verði eingöngu framleiðsla íslenskra bænda en það má skipta kerfinu í einingar og bera saman afkomu. Til þess þarf að byrja, og lög um lífrænan landbúnað voru byrjun en ekkert fylgdi í kjöffarið og hvers vegna ? Vegna þess að forkólfar ( alla jafna stórbændur ) vildu engu breyta. Því miður. kveðja. gmaria. ps. Já nú fer maður í verulega umhugsun um að taka sér tak.

Re: ZitroMax

í Heilsa fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Gemini. Hafir þú fengið þetta lyf hjá þínum heimilislækni skaltu segja honum frá verkunum þess á þig næst því sá hinn sami á þá að skrá niður hjá sér að þetta lyf hafi haft þessar verkanir þér til handa. Ef ég væri þú myndi ég taka mig til og borða verulega vel af nægilega næringaríkum mat vel í kjölfarið á slíku álagi á líkamann, og drekka mikið af vatni með. Svona aukaverkanir eru langt frá því eðlilegar og auðvitað hefði læknirinn átt að segja þér frá þeim en kanski hefur fylgt með miði...

Re: Ofstyrkt verksmiðjuframleiðsla innan ESB.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Konny. Af hverju er föðurbróðir þinn að gefast upp með 550 fjár nema vegna þess kanski að slíkt er alltof mikil þrælavinna fyrir allt of litla innkomu í raun. Þetta er hins vegar það eina skipulag sem honum hefur boðist sem og mörgum öðrum bændum þar sem heimtað hefur verið að menn stunduðu “ verksmiðjuframleiðslu ” sem í raun er hreinasta vitleysa og hefur orsakað það að sauðfjárbændur á Íslandi eru fátækustu þegnar landsins. Skyldi ekki hafa verið nær að bjóða sauðfjárbændum aðlögun í...

Re: Ofstyrkt verksmiðjuframleiðsla innan ESB.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
china. Þú nefnir styrki til vélakaupa, það er alveg rétt og hvern skyldi undra að landbúnaðarafurðir væru dýrar miðað við þá vélvæðingu sem nú tíðkast í landbúnaði, þar sem 15 milljón króna vélmenni mjólkar kýrnar, í álíka dýru fjósi, allt byggt með lántöku þar sem vextir og verðtrygging af slíku veldur því að varla er hægt að fjárfesta í rándýrum tilbúnum áburði á túnin, sem aftur eru að gefa sig undan hinum þungu traktorum með hina þungu rúllúbagga sem bera þarf í kýrnar nálægt fjósinu því...

Re: Ofstyrkt verksmiðjuframleiðsla innan ESB.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
geirag. Ég held að staðan sé sú í dag í kindakjötsframleiðslunni að hún sé nokkurn veginn í jafnvægi. Gallinn er hins vegar sá að við eigum ekki til lífrænt lambakjöt sem vel hefði mátt vera ef bændur hefðu verið hvattir/ styrktir til þess að snúa sér að því arna, í stað þess að eyða í það peningum að borga þeim fyrir að bregða búi og hætta. Verksmiðjuframleiðendur matvæla svo sem kjúklingaframleiðendur hafa mátt þurfa að takast á við áföll svo sem sýkingar sem upp hafa komið sem verða eðli...

Re: Þjónusta við heilbrigði á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
china. Það er alveg rétt, að meðan þjónustuna er ekki hægt að inna af hendi eins og hún er þá þarf að endurskipuleggja hana, öllum til góða og sama sjónarmið hefur einnig komið fram varðandi biðlista á sjúkrahúsum, þ.e. hvers vegna fá þeir sem vilja borga hærra verð ekki bara að borga það og komast fyrr að þannig að biðlistar styttist. Lokaðar skurðstofur, á hátæknisjúkrahúsum og viðhaldskostnaður á þeim, + lyfjakostnaður til að lina þjáningar þeirra er bíða á biðlistum er verulega óhagkvæmt...

Re: Þjónusta við heilbrigði á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ihg. Tilvísanakerfi hefði getað sparað stórar fjárhæðir og agnúa hefði mátt sníða af því. Hins vegar vantar heimilislækna fyrir alla landsmenn eins og lög kveða á um að skuli vera fyrir hendi og er mjög mikilvægt, því þeir hinir sömu eiga að halda utan um alla leitan sjúklinga til annarra lækna í sama kerfi. Ef til vill er það leiðin að leyfa þeim að reka einkastofur undir hatti ríkisins, til jafns við sérfræðinga, þar sem spara mætti í nýbyggingum og rekstri heilsugæslustöðva til þess eins...

Re: Söfnun á reynslusögum

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
geirig. Hvað segir þú ' Hvaða svar ? kv. gmaria.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok