Mér leikur ögn forvitni á því að fá að vita hverjar hugmyndir menn, hafa um þá atvinnuþróun, ef þróun skal kalla, sem nú er uppi og hvað menn sjái fyrir sér sem framtíðaratvinnuverkefni hér á Íslandi. Sú þróun atvinnuveganna sem ég gagnrýni við núverandi skipan mála er það sem ég vil kalla verksmiðjubúskap, sífellt stærri eininga, í sjávarútvegi og landbúnaði,verksmiðjubúskap sem ekki aðeins gengur á skjön við flest öll markmið sjálfbærrar þróunnar, heldur skerðir einnig það...