Alþingi Íslendinga hefur nú borið gæfu til þess að samþykkja auðlindagjald í sjávarútvegi, sem markar spor, til framtíðar og forðar því að auðlindir okkar kunni að ganga kaupum og sölum, án þess að landsmenn allir njóti góðs af. Ef til vill gera sér ekki margir grein fyrir því hve hér er um mikla tímamótaákvörðun að ræða, enn sem komið er, en komandi kynslóðir eiga eftir að njóta góðs af þessari ákvarðanatöku í hinum margvíslegustu myndum því hér er um að ræða aðalatvinnuveg þjóðarinnar, sem...