Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Er hagfræði nútímans á villigötum ? (13 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Skammtímahagfræði byggist á skjótfengnum gróða líkt og byggt er inn í fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska, þar sem nokkur nógu STÓR skip telja fiskiveiðflota í heild og hagkvæmnin felst í stærð skipa og fyrirtækja, burtséð frá langtímaafleiðingum þess hins sama Sama hagfræðilögmál er einnig gildandi í landbúnaði þar sem talið er hagkvæmt að framleiða matvæli í verksmiðjum, með vélmennum, á smáskikum lands, þar sem ausið er tilbúnum áburði til þess að viðhalda nauðsynlegri fóðurframleiðslu í...

Markaðshyggjuþokumóðuþula ! (2 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Enginn virðist átta sig á því, hvað er að gerast þjóðfélagi í. Hagfræðingar fleiri og fleiri, finna ekki krónu eða eyri, kaupmáttarins launa. Stjórnmálamenn bauna, hver á annan, afrekum, í markaðs mikla girðingum, en fáir finnast staurar, þar sem standa, SAMKEPPNIN er orðin orsök vanda. Eða hvað. var það það. Gleymdist kanski að gaumgæfa, fjölda makaðsmennanna, sem markað skyldi kalla. Svo eitt gengi yfir alla, í úthlutum á verðmætum, færi eftir efnunum, og auðlegð væri um þar hægt að ræða....

Danskir lögfræðingar vilja betri lagasmíð ! (12 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það kom fram á forsíðu Mbl. í dag ( úr Jyllands Posten ) að danskir lögfræðingar hafa látið í ljósi áhyggjur sínar yfir lagasmíð þingmanna, sem þeir telja “ hroðvirkni ” og segjast geta nefnt mörg dæmi um lög sem eru svo illa úr garði gerð að næstum óframkvæmanlegt sé að fylgja þeim eftir. Þeir telja þetta vera vegna þess að þingmenn gefi sér ekki nægilegan tíma. Lögfræðingur einn vill að þingmönnum verði gert skylt að sitja námskeið í lagasiðfræði. Lagasérfæðingar þar í landi eru sammála um...

Kæru vinir, lesið ykkur til um sjúkdóma. (6 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef oft velt því fyrir mér hve mikið fólk leitar að úrræðum endalaust með kostnaðarsömum hætti oft og iðulega, þegar vitneskja sem finna má í bókum gæti komið í veg fyrir slíkar tilraunir með líkamann, innan eða utan heilbrigðiskerfa hvarvetna. Ef við vitum hvaða áhrif þessi eða hinn sjúkdómurinn hefur á líkmann sem og hvaða lyf eða meðhöndlun er best þekkt til meðhöndlunar á þeim hinum sama, þá getum við SPURT hvers vegna okkur kann að vera ráðlagt eitthvað annað. Það er mikið álag á...

Þungir refsidómar/ mistök stjórnmálamanna ? (23 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hlýddi á sjónarmið Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl, í Kastljósi í kvöld og get ekki annað en tekið undir það hve illa er komið í réttarþróun hér á landi þar sem lagasetning og þynging refsidóma í fíkniefnabrotum er þannig orðin að ekki lengur virðist finnanlegar forsendur til þess að dæma höfuðpaura heldur eru “ bakarar hengdir fyrir smiði ” svo sem svokölluð burðardýr, og samræmi í dómum varðandi líkamsárásir, og nauðganir talið léttvægt miðað við ofuráherslur löggjafans til þess að...

Nú vill Hallldór inngöngu í ESB: (64 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Núverandi afstaða utanríkisráðherra varðandi aðild að ESB, vekur athygli mína, sem í dag kom fram á sjónarsviðið, í fjölmiðlum. þar sem sá hinn sami sem formaður síns flokks og ráðherra, segist hafa skipt um skoðun varðandi það atriði að sjávarútvegsmálin séu ekki lengur fyrirstaða inngöngu í Evrópubandalagið, þótt hinn sami hafi á sama tíma sett þá skoðun sína fram að Íslendingum sé enginn hagur að því að binda gjaldmiðil sinn við aðra gjaldmiðla s,s dollara eða evru, án inngöngu t.d. í...

Hin bókhneigða þjóð. (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hin bókhneigða þjóð, sem að býsnast svo mjög yfir vanda, Hvar er nú lærdómur sá er í bókum skal standa ? Hvert hefur borið oss skilgreining menntunarstétta, hvar eru orð eins og samhæfing upp á að fletta ? Mennta ber þjóðina meira í raun, margra ára lærdómsmenn vita ekki baun. Vilja svo taka sér verkin til handa, allt skal í klásúlum kenninga standa. Forsendur málanna fljúga til hæða, orðin um markmið og tilgang þau flæða. Hver er svo árangur eftir allt þetta ? Jú menn þurfi bókunum betur að...

Fara manngildissjónarmið halloka ? (13 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hlýddi á röksemdir læknisins Ólafs Magnússonar fyrir brotthvarfi frá sínum gamla flokki í Kastljósi, í kvöld, og ég get ekki annað en tekið undir hans sjónarmið þess efnis að manngildissjónarmiðin í íslenskum samfélagi eru vandfundin nú til dags nákvæmlega sama hvort um ríki eða borg er að ræða. Þótt ég sé Ólafi ekki sammála hvað varðar umhverfisverndarsjónarmið að hluta til þá tek ég ofan hattinn fyrir honum að standa við sína sannfæringu og sínar hugsjónir og segja skilið við þann flokk...

Jólanótt. (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kyrrð, ó hve yndisleg kyrrð, ég horfi á tunglið, strika strik á hafflötinn, bak við jólaljósin í glugganum. Friður yndislegur friður, fyllir allt, friður jóla, í heimsókn, frá daganna amstri. gmaria.

Er ofbeldi allt í lagi ? (24 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hefur einhver hugleitt hver þau skilaboð við erum að færa börnum okkar varðandi það að hinn sterki sé bestur í krafti peningalegrar stöðu, kynbundinnar eða stéttarlegrar menntunarstöðu, ellegar einungis í krafti yfirburða aflsmuna, þar sem það færist í vöxt að ofbeldisverk og þar af leiðandi líkamsmeiðingar séu lítt eða ekki metin til glæpa í voru réttarkerfi. Það er hörmulegt til þess að vita að ofbeldi gegn konum og börnum er nú talið eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál í veröldinni, sem...

Röng lyfjagjöf, 1100 dauðsföll í Bretlandi . (7 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fram hefur komið í skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda að mistökum vegna rangrar lyfjagjafar inni á breskum sjúkrahúsum hefur fjölgað um 500 % sl. áratug, og 1100 dauðsföll megi nú árlega rekja til mannlegra mistaka. Er þar m.a. talið um að kenna að ónógar fyrirliggjandi upplýsingar um sjúklinga, jafnvel ólæsilegar kunni að vera ein ástæða. Jafnframt kemur fram í skýrslu þessari að talið er að allt að 10.000. alvarleg mistök á ári megi finna af hálfu starfsfólks sjúkrahúsa. Skýrsluhöfundur...

Hugarleikfimi. (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sú leikfimi hugans, að láta orð ríma, er fín, liggur í hlutarins eðli að svo kunni vera. Ef menn vilja ei ríma, þá einungis út úr því skín, að ætli sig alfarið út úr því mynstri að skera. Orðagjálfur um lönd og álfur, alltaf er, mismunandi, manna andi, þar og hér. Ef menn ríma, er það glíma, alla daga, TAKIÐ EFTIR, eykur aga. “ekki veitir af hjá mér. ” Frelsi til að yrkja, frelsi til að tjá, frelsi til að skapa, það sem að menn sjá. Frelsis getum notið, ef frelsis finnast mörk, frjóan anda...

Aukinn kaupmáttur í formi handabanda ! (26 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Satt best að segja finnst mér nokkuð mikil sýndarmennska á ferð varðandi viðræður Verkalýðshreyfingar og Samtaka Atvinnulífsins, þar sem talað er um “ þjóðarsátt ” þess efnis að segja ekki upp kjarasamningum, þrátt fyrir að aukinn verðbólga hafi étið upp allar þær kauphækkanir hins almenna verkamanns nær áður en sá hinn sami fékk þær í launaumslagið. Hátt vaxtastig og verðbólga hefur valdið tapi hins almenna launamanns, tapi sem má spyrja hvort hann eigi að taka þegjandi og hljóðalaust líkt...

Persónuvernd og notkun skattpeninga T.R. (14 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sjaldan hefir ég heyrt eins fáránlegar röksemdir og komu fram í máli lögmanns í Kastljósi í kvöld varðandi það atriði að Tryggingastofnun Ríkisins skuli ekki hafa heimild til þess að óska eftir “ verklýsingu ” ( sjúkraskýrslum ) á þeim reikningum sem stofnunin greiðir fyrir og við skattgreiðendur leggjum flestar okkar prósentur skattpeninga í . Með öðrum orðum reynt er að halda því sjónarmiði að okkur skattgreiðendum það eigi að vera alfarið í höndum eins læknis ef til vill, hvað oft og hvað...

Lýðræðið og fjölmiðlarnir. (17 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég velti þvi nokkuð fyrir mér um þessar mundir hvort lýðræðinu þ.e plássi annars ágætra prentmiðla til birtingar á greinum um þjóðfélagsmál, sé haldið niðri sökum þess að rými fyrir auglýsingar fái forgang. Ég hefi nú ásamt öðrum greinahöfundi, í samtökum þar sem ég starfa, beðið rúmlega mánuð eftir greinabirtingu í dagblaði þar sem auglýsingar hafa fyllt heilu siðurnar dags daglega. Á sama tíma virðist blaðið þess umkomið að fjalla um ýmislegt það er grein sú er bíður til birtingar...

Ert þú ánægð/ur með íslenska heilbrigðisþjónustu ? (0 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 12 mánuðum

Óður til hins opinbera ! (11 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Hvar eru ráðin sem kennd voru mönnum til handa ? hví er hér þjóð sem er þjökuð af alls konar vanda ? Hvar eru gildin sem segir að þjóðin sé siðuð, hvar eru frumkvæðissjónarmið, eru þau friðuð ? Hví er hér kastað til hendi að mannlegum þáttum, er ekki tími til kominn að menn nái áttum ? Hví er hér búinn til vandi í stað þess að leysa ? Er sérfræðikunnátta lærdómsins einungis hneisa ? Alls konar nefnir og ráð skulu stjórna og stýra, stendur ei steinn yfir steini á veginum dýra. Lítið og fátt...

Rykfallin þjóðfélagsádeila ! (6 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Ég gæti sagt svo margt og mikið, mælt í hljóði, hafið raust, þótt í burtu þyrlist rykið, það kemur aftur endalaust. Þá er að hamra aftur, aftur, enn á ný að hækka róm. Vita hvort að komi kraftur, kanski með sinn leyndardóm. Þessi þjóð vill, meira, meira, meira af öllu, sem er til. Meira að sjá og meira að heyra, meira af salti, sér í vil. Minni vinnu, minni skatta, meiri tíma til að sjá. Hvernig megi loksins fatta, að þurfa ekki að borga þá. Alveg sama á hvern veginn, okkar lögum verður...

Óveður. (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Vindurinn blæs, og blæs. Ég ræð ekki neinu, hann blæs. Særokið þekur, seltu gluggana, ég sé ekki lengur, birtunnar, skuggana. Ég hugsa í roki, hvað hugsunum þoki, í mannsins veröld, til vænkunar hags. Hvað skal maður gera, frá degi til dags ? Svo maðurinn megi, að afloknum degi, á lifsins síns vegi, orka til ágætis, þjóðarhags. Þótt sjái ekki út, fyrir seltu á gluggum, hvað gerist í birtu, þess samfélags. kveðja. gmaria.

Framtíðarveröld barnanna okkar. (12 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Hvað leggjum við af mörkum til þess að búa börnum okkar það samfélag sem við viljum meina að hlúi að þörfum einstaklingsins til grunnþarfa ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Getur það verið að við krefjum stofnanir s.s. leikskóla, skóla að hluta til til þess að aga og siða börn okkar, sökum þess að við erum of upptekinn við að sanka að okkur veraldlegum verðmætum á meðan ? Hvað finnst ykkur ? Er tími okkar með börnum okkar á skeiði frumbernsku ekki það mikilvægasta sem við getum...

Kvótakerfi sjóræningja ? (25 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Loks gaf augum að líta fiskveiðar þar sem hent var með skipulögðum hætti, fínum matfiski, fiski sem er á boðstólum í verslunum til neyslu fyrir landsmenn á um tæpar 1000 kr. kílóið. Skyldi það ekki fara að gefa augaleið hvers vegna þetta kerfi er gagnrýnt svo mjög ? Kynni svo að vera að menn færu að athuga að “ mistök aldarinnar ” síðustu voru þau að gefa frálst framsal á kvóta " innan þessa kerfis, hvoru tveggja með tilliti til óeðlilegrar eignamyndunar , sem og verðmyndun langt frá öllum...

Á að lækka skatta fyrst á fyrirtækin ? (13 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Það var forvitnilegt að hlýða á umræður Ögmundar og Hannesar í sjónvarpi í kvöld, um skattamálin. Ég held nefnilega að þeir sem vildu hafi getað eygt sýn á það öngstræti sem hin íslenska markaðshyggja er komin í, um þessar mundir. Hverjum dettur það í hug að fara að tala um það eina ráðið til þess að lækka skatta á einstaklinga sé það að laða að erlend fyrirtæki, til þess að búa til stærri skattapott. Hvílíkt ráðaleysi ? Hins vegar ef til vill skiljanlegt sökum þess að þeir er tala fyrir...

Norskar kýr og nýjir skatttar. (17 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Enn er hafinn áróður verksmiðjubænda þess efnis að flytja inn norskar beljur, sem nú er talið að muni skila sér í lægra verði á mjólk . STÓRHLÆGILEGT, hreint og beint, því ef eitthvað er mun þetta tilraunaverkefni verða til þess að launa rannsóknir á Keldum fram og til baka í áraraðir, áður en einhverjar beljur komast á bása og síðan koma yfirlýsingar um kostnað í því fólginn að kaupa stærri vélmenni til þess að mjólka kýrnar vélmenni, sem kosta nú í dag sennilega yfir 20 milljónir króna og...

Sorg. (10 álit)

í Heilsa fyrir 23 árum
Fjöldi manns á um sárt að binda vegna missis ástvina af slysförum, og þar í hópi er án efa ungt fólk sem kann að hafa þörf fyrir að tjá sig um sínar tilfinningar þess efnis. Ég fór að leita hér á Huga að vettvangi þessa, en fann ekki, nema mögulega hér á heilsusíðunni. Mikilvægi þess að vinna úr sorginni er mikið , sem m.a. á sér stað með því að geta tjáð sig, í stað þess að loka inni þær tilfinningar sem viðkomandi upplifir í slíkum aðstæðum. Án efa eru margir sem geta miðlað öðrum af sinni...

Tjáningarfrelsið. (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Samkvæmt fyrstu málsgrein, þá er bannað hér að tala. Önnur málsgein segir, nú kem ég til skjala. Tala máttu stundum, ef talar ekki hátt, og talar ekki um það, sem á að fara lágt. gmaria.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok