Er það ekki slæmt þegar góðir og gildir siðir, eins og almenn kurteisi, hreinlega tapast í tímaleysi nútímamannsins á lífsgæðakapphlaupabrautinni, þar sem sá hinn sami keppist við að sanka að sér veraldlegum umbúnaði, helst á einhvern veg betri en náungans. Reglulegir matartímar á heimilum heyra sögunni til og laugardagsmáltíð í borgarsamfélaginu, er pitsa, sem keyrð er heim, á bensínbílum pitsastaðanna af sendlum er flýta sér mikið. Börnin fá farsíma, þannig að alltaf sé hægt að hafa við...