Þú hefur rétt fyrir þér en betra er líf en dauði. Hvort vilt þú sjá atburði koma inn á greinar og umræðu um viðkomandi atburð - eða ekki neitt? Ég vel fyrri kostinn. Það er ekki eins og menn séu duglegir að koma inn með greinar og er ég þar engin undantekning. En ég er sammála, þetta ætti í raun ekki að eiga sér stað, en eins og staðan er finnst mér þetta betra, en ekki neitt. Margar góðar greinar hafa komið hér inn og eru þær ófáar skemmtilegar, hnitmiðaðar og virkilega lærdómsríkar greinar...