Ég veit að það er erfitt að skrifa góða grein um stórkostlega hljómsveit en ég ætla samt að reyna. Hljómsveitin Black Sabbath var stofnuð af fjórum táningum frá bænum Aston, nálægt Birmingham í Englandi og hétu þeir, Anthony “ Tony” Iommi (gítar), William “Bill” Ward (trommur), John “Ozzy” Osbourne (söngur) og Terence “Geezer” Butler (bassi). Upphaflega spiluðu þeir reyndar ekki þungarokk, eins og þeir urðu frægir fyrir, heldur spiluðu þeir djass-blús og kölluðu þeir sig Polka Tulk, en...