Nú er það væntanlega enn í fersku minni, fyrir þá sem horfa á enska boltann, árangur Everton í úrvalsdeildinni á seinasta tímabili. Hvernig þeir byrjuðu tímabilið af svakalegum krafti og einnig hvernig engin trúði því að þeir myndu ná að hanga svona út tímabilið, en þeir gerðu það. Þeir kláruðu meira að segja nógu ofarlega til að komast í Meistaradeild Evrópu. Nú er ég að hugsa hvort það gæti einnig orðið raunin fyrir Manchester City á þessu tímabili. Það er að sjálfsögðu algjörlega...