Já meinar.. Hann hættir því samt eflaust ef hann sér að enginn kemur og hleypir honum út, það tekur kannski einhvern tíma á hverju kvöldi nokkur kvöld í röð, en borgar sig trúlega á endanum.. Eða ég myndi allavega halda það :) Allavega er kisinn minn alltaf frammi á nóttunni, hann vældi að komast inn í svefnherbergi í nokkrar mínútur á kvöldi svona fjögur kvöld eða svo, síðan hætti hann nánast alveg. Annars dettur mér ekkert annað í hug 8)