Ég er ekki viss um að það sem ég lenti í sé obe, en eitt skipti er ég var milli svefns og vöku fannst mér sem ég væri staddur úti á götu að horfa á tvo umþb 7 ára stráka leika sér í bílaleik. Ég stóð bara og horfði á eins og ég hefði ekkert betra að gera, enda ákaflega fallegt veður. Svo heyri ég í símanum heima og hugsaði: “Jæja, best að koma sér inn og svara”. Það gerði ég og var það vinur minn á hinni línunni, ég rölti um íbúðina eins og ég er vanur á meðan ég tala í símann, og fer inní...