Rigningin hamaðist á rúðunni eins og ég hefði gert henni eitthvað, rúðuþurrkurnar strituðu eins og verkamenn við moka vatninu burt, og höfðu vart undan. Enn einn rigningardagurinn og ekkert sem ég gat gert til að stöðva það, enda var það ekki í mínum verkahring. Allt var grátt og drungalegt, göturnar, fólkið, húsin, bílarnir og himininn sem bjó yfir ótal andlitum var greinilega í fýlu í dag, enda kannski ekkert skrítið. Allir bílarnir sem prumpuðu reyk útum púströrið og upp í himininn,...