Tónlistarkeppni NFFA var haldin föstudaginn 7. nóv. 2003 í Bíóhöllinni á Akranesi, og bar hún nafnið Akraborgarrokk, til heiðurs Akraborgarinnar sálugu. 8 hljómsveitir kepptu um titilinn eftirsótta að þessu sinni. Í dómnefndinni voru: Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2 Andrea Jónsdóttir, útvarpskona á Rás 2 Árni Mattíasson, tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu Ingþór Bergmann, tónlistarmaður Ísólfur Haraldsson, Bíóhallarstjóri Kynnar voru þeir Egill Ragnarsson og Pétur Ottesen, og...