Jæja í gær fór ég í sérdeilis prýðilega ferð til Reykjavíkur, því að ég var að fara á tónleikana með Placebo. Þegar við komum að Laugardalshöllinni þá var biðröð alveg uppá Laugarveg eða allavega langleiðina. Hún gekk þó ágætlega þegar hún fór af stað. Við komum okkur fyrir nokkuð framarlega og biðum þar eftir að allt byrjaði. Maus stigu á svið á slaginu átta, og voru þeir helvíti þéttir, jafnvel bara bestu tónleikar sem ég hef séð með þeim. Þeir spiluðu í 40 mínútur bæði gömul og eitthvað...