Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.508 stig

Hann reið gegnum rökkurskóg ... (15 álit)

í Myndlist fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Systir mín fékk mig til að teikna, þótt ég sé að mínu mati ekki góð í því. Þetta er í fyrsta skipti í 1-2 ár sem ég reyni að teikna eitthvað annað en fleygboga og annað stærðfræðirusl og þar að auki fyrsta mynd sem ég copya eftir annarri. Síðasta mynd sem ég teiknaði var örugglega eitthvað fáránlega einfalt og skakkt svo þetta eru mjög miklar framfarir. Þetta er mynd úr bókinni Mio, min Mio eða Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren. Textinn er líka úr bókinni á sænsku og er byrjunin á sögu...

Myndir! (6 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Gerið það, stjórnendur. Viljiði skrifa einhversstaðar, bara einhversstaðar, tölurnar fyrir stærð mynda! Ég get ekki sent inn mynd á /ljosmyndun. Er búin að reyna aftur og aftur síðan ég gerði síðasta þráð um þetta mál. Hef ekki ennþá getað það en er að gera síðustu tilraun. Þá þarf ég að vita hversu stór hún má vera í mb. Nei, ég get ekki sent inn of stóra mynd og fengið upp tölurnar því það kemur bara “Cannot display page”. Þetta er farið að verða virkilega óþolandi. Og það ætti ekki að...

Get ekki sent inn myndir (12 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég hef ætlað lengi að senda inn mynd hingað og hef prófað oft síðustu vikur. Það virkar bara aldrei og ég er búin að gefast upp … Er hægt að gera eitthvað í þessu? Mig langaði bara að vita hvað fólki finnst um myndirnar mínar svo endilega skoðiði flickr síðuna mína og segið hvað ykkur finnst. Mig vantar gagnrýni, enda er ég bara byrjandi :) www.flickr.com/aegishjalmur Fyrirgefið hvað þetta er tilgangslaus þráður … Bætt við 30. apríl 2007 - 01:41 Vitlaus linkur www.flickr.com/photos/aegishjalmu

Háskóli Íslands (17 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Veit einhver hvort það er hægt að byrja í HÍ á vorönn? Ég er nefnilega búin að komast að því að það er engin leið fyrir mig að útskrifast á þremur eða fjórum árum, verð að taka þrjú og hálft og útskrifast um jól.

Elsku Míó minn (11 álit)

í Bækur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Er einhver hérna sem á þessa bók? Ég á hana bara á sænsku en mig vantar eiginlega þýðingu á smá texta: “Det var en gång en konungason som var ute och red i månskenet. Han red genom Dunkla skogen …” Þetta er einhversstaðar í sirka miðri bókinni, í kaflanum “Hann reið gegnum rökkurskóg”. Míó og Jum-Jum eru að koma í annað skiptið í heimsókn til Jiri og systkina hans og Brunnurinn sem hvíslar á kvöldin er að segja söguna. Það væri mjög gott ef einhver gæti skrifað þennan texta upp úr íslensku...

Lag í söngkeppni framhaldsskólanna (7 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Einhver, mig minnir að það hafi verið VA, tók lag með ELO á söngkeppninni en nafnið var ekki kynnt. Veit einhver hvaða lag þetta er?

Blóðnasir (15 álit)

í Heilsa fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég er með smá vandamál. Mér líður oft eins og ég sé með stíflað nef, eða eitthvað smá kvefuð, og svo fæ ég blóðnasir á næstum hverjum degi. Samt ekki þannig að það fossi úr nefinu á mér, bara svona smá. Ég var þannig þegar ég var lítil að ég var alltaf með blóðnasir og það var verið að pæla í að brenna fyrir einhverja æð, en svo óx ég bara upp úr þessu. Ég hef einu sinni tekið svona tímabil þar sem ég er alltaf með blóðnasir síðan ég óx upp úr þessu og það var þegar ég fattaði að ég er með...

Stærð mynda (9 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég er, í milljónasta skiptið, í veseni með að senda inn mynd. Ég man aldrei hvað þetta á að vera stórt og það stendur hvergi, fyrr en maður er búinn að senda inn vitlaust. Hvernig væri að skrifa það sjá myndunum hvað myndin má vera mörg mb og hvað margir pixlar? Það er t.d. hægt að setja þetta hægra megin þar sem aðrar leiðbeiningar eru.

Næturdýr (98 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég þoli ekki að vera þessi manneskja sem vakir fram eftir nóttu og sef lengi á daginn. Það er bara ekki að virka! Ég er búin að vera löt í allan dag, nenni alls ekki neinu. Svo núna þegar allir eru farnir að sofa langar mig að gera ýmsa hluti. Mig langar svo að spila á þverflautu núna (er að læra en hef ekkert æft mig nýlega bæði útaf skólanum og áhugaleysi) en þá má ég það auðvitað ekki! Venjulega gengur mér best að læra á nóttunni. En það er ekki hægt, ég þarf að vakna snemma til að mæta í...

Tónleikar? (11 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Vitið þið um einhverja skemmtilega jazz eða blús tónleika um páskana. Ég fer til Reykjavíkur á þriðjudaginn og verð nokkra daga og mig langar að nýta tímann og gera eitthvað almennilegt :P Hvaða staðir eru helst með jazz og blús? Eru þeir ekki með síður þar sem ég get skoðað dagskrána hjá þeim? Engin aprílgöbb, takk.

Pink Panther theme (3 álit)

í Teiknimyndir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það þekkja allir Pink Panther theme eftir Henry Mancini. Það sem mig vantar er hinsvegar “hitt lagið” í þáttunum. Það er eiginlega allan tímann í þessari hérna: http://youtube.com/watch?v=p_eroIn160w Veit einhver hvað þetta heitir eða hvernig ég get fundið það?

Bossa nova (25 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég ætla að reyna að blása smá lífi í þetta áhugamál með smá umræðu. Nýjasta “æðið” hjá mér er bossa nova. Flautukennarinn minn lét mig fá safndisk með nokkrum bestu lögunum, eins og The Girl From Ipanema og Desafinado. Þetta var reyndar með því fyrsta sem ég uppgötvaði í jazzi en ég hef ekkert hlustað á þetta lengi. Það sem mér finnst mest heillandi við þessa tónlist er hversu róleg og þægileg hún er, “laid-back”. Tónlistamennirnir hljóma eins og þetta sé það auðveldasta í heimi, bara eins...

Jafnréttissinnar, femínistar og öfgafemínistar (42 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég hef séð mikið af umræðu um öfgafemínista hérna nýlega. Og alltaf fer það út í eitthvað rugl. Tökum sem dæmi þráðinn hérna fyrir neðan um Coke Zero auglýsingarnar. Höfundur segist vera á móti auglýsingunum og auðvitað kemur strax einhver sem kallar hann/hana öfgafemínista, af því það er í tísku í dag að vera á móti öfgafemínistum. Ég las yfir þráðinn og sá engar öfgar í þessu. Það að finnast þessar auglýsingar fáránlegar þarf ekki einu sinni að vera femínismi. Þetta eru frekar kjánalegar...

Gettu betur spurning (11 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég vissi eiginlega ekkert hvar annarsstaðar ég ætti að setja þetta en, allavega … Ég var að pæla í einni spurningu sem kom í keppninni milli ME og MH. Þar var spurt um orð sem gat táknað tímabil, himintungl, tónlistartegund og dans. Svarið var mars, en ég sé eitt athugavert við þetta. Mars er ekki dans, er það nokkuð? Ég hef marserað í lúðrasveit og ég sé ekkert við þetta sem er hægt að tengja við dans, nema það að þetta er gert með fótunum. En þá væri alveg eins hægt að segja að fólk gangi...

Verkir (19 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég fór heim til mín um helgina (2-3 klst. frá skólanum) og svo bauðst mér far til baka í morgun, kl. 5:30. Auðvitað þáði ég það og vaknaði eldsnemma (eða seint) til að leggja af stað. Svaf bara alla leiðina :) Þegar ég kom í skólann fattaði ég að alla leiðina hafði ég bitið fast saman og nuddað tönnunum saman. Þetta er slæmur ávani sem ég geri oft þegar ég sef laust (t.d. í bíl, ekki á nóttunni). Versta við þetta er að þetta er hræðilega slæmt fyrir kjálkana. Núna er ég með tilfinningu eins...

Sagan öll (23 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Er ég eina sem tók eftir stóru villunni í fyrst (held ég) tölublaðinu af þessu tímariti? Þeir skrifuðu framaná og stórar fyrirsagnir inní eitthvað um drottningar Egiftalands Mér finnst alveg hræðilegt að fræðitímarit hafi ekki betri prófarkalesara en þetta! Eða hef ég rangt fyrir mér? Eru ekki 2 hræðilegar villur í þessu? Þetta var allavega kallað Egyptaland síðast þegar ég vissi …

Vinir af sitthvoru kyninu (30 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég veit að það hefur örugglega verið nöldrað milljón sinnum um þetta áður, en ég verð samt … Það er alveg óþolandi hvað fólk á erfitt með að skilja vini af sitthvoru kyninu. Það er eins og það sé bannað. Vinur minn ætlar að koma í heimsókn til mín (í annan bæ) bara af því honum leiðist að vera alltaf heima hjá sér og fyrstu viðbrögðin sem ég fæ eru að fólk trúir því ekki að hann sé bara vinur minn. Alveg óþolandi!

Enskur framburður (24 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég var að skoða nöldurþráð á tilverunni þar sem er verið að rífast um það hvað Íslenska sé léleg og flókin (eða eitthvað). Þá datt mér í hug að sýna ykkur svolítið sem ég fann: Multi-national personnel at North Atlantic Treaty Organization headquarters near Paris found English to be an easy language … until they tried to pronounce it. To help them discard an array of accents, the verses below were devised. After trying them, a Frenchman said he'd prefer six months at hard labor to reading...

ÍSL 403 (10 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég er að fara í próf á morgun úr lærdómsöld. Ég er með bækurnar Rætur og Frá lærdómsöld til raunsæis. Það vill svo skemmtilega til að ég man ekkert úr þessu. Ég fylgist vel með í tímum en svo var kennarinn minn veikur í 2 vikur. Strax og var ákveðið að fá afleysingakennara (þegar var víst að hinn komi ekki strax aftur) ákvað hún að skella á okkur prófi! Allavega, á einhver, eða veit um, glósur úr þessum bókum? Ég er að reyna að lesa þetta, en vegna athyglisbrests á ég frekar erfitt með að...

Tónlist bönnuð innan 18 ára (28 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Nú um helgina er blúshátíðin Norðurljósablús á Höfn í Hornafirði. Ég missti af síðustu hátíð, bæði vegna veðurs og svo hefði ég ekki komist inn á nema eina tónleika því ég var bara að verða 17 ára þá. Nú átti ég að fá að komast inn, a.m.k. í fylgd með foreldrum mínum og var búin að hlakka mjög mikið til. Þá var allt í einu ákveðið að ENGINN undir 18 ára kæmist inn, með engum undantekninum. Ég, og nokkrir fleiri urðum auðvitað mjög reið þegar við heyrðum þetta og miklar umræður hafa verið í...

Íslandsmet í frjósemi (2 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég er ekki mikil hundamanneskja, en það eru nokkrir hundar sem ég þekki sem mér þykir mjög vænt um. Einn af þeim er tíkin Húfa, sem er fyrsti íslenski fjárhundurinn sem hefur eignast 8 hvolpa lifandi :) (frændi minn á hana) Mig langaði bara að monta mig aðeins á henni :) Hvolparnir eru líka alveg æðislegir! :D Ég var líka að pæla, svona í leiðinni, hvað er venjulegt að hundar eigi marga hvolpa. Fyrirgefið ef þetta er eitthvað spam í ykkar augum … Ég veit ekkert hvað þið talið um hérna :P Þá...

Bubbi og blúsinn (16 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jæja, hér kemur ný umræða. Endilega svarið eins og þið getið til að gleðja stjórnendur :) Mér líkaði lengi vel mjög illa við Bubba Morthens. Frændi minn dýrkar hann og var alltaf að fá mig til að hlusta á Egó og Utangarðsmenn, sem mér fannst alls ekki spennandi. Það var ekki fyrr en ég heyrði lögin Biðin og Segulstöðvablús sem ég fattaði að það er eitthvað varið í hann. Um daginn kom svo upp í iTunes á shuffle lag með Bubba sem ég hafði ekkert hlustað á áður - Skeggrótablús (af Blús fyrir...

Fjórfalt nöldur (43 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Nokkur nöldur frá mér: 1. Ég er í skóla í öðrum bæ en ég bý í og fer ekkert of oft heim, en í dag ætlaði ég loksins að fara heim. Ég var búin að redda mér fari og var tilbúin að fara heim. En nei, þá var orðið ófært nánast alla leið og fullt af fólki fast uppi á heiði. Heimavistin lokuð um helgina, allir farnir heim og ég ekki með lykil. Það versta er að einmitt þessi helgi er eina helgin sem var mikilvægt að komast heim. Það er blúshátíð heima (á Höfn) og ég er búin að bíða í marga mánuði...

Endalaust vesen (17 álit)

í Windows fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Síðan í gær hefur tölvan mín hagað sér mjöööög undarlega. Ég á HP fartölvu sem er orðin rúmlega ársgömul. Ég lokaði henni þannig að það slokknaði á skjánum. Þegar ég opnaði hana og hreyfði músina kvikjaði á skjánum en svo byrjaði hann að blikka. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera svo ég slökkti bara. Næst þegar ég opnaði hana (var í tímum í skólanum svo ég þurfti alltaf að loka á milli) kviknaði bara alls ekki á skjánum svo ég restartaði. Næst var tölvan frekar lengi að starta sér og...

Norðurljósablús! (0 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Blúshátíðin Norðurljósablús 2007 verður haldin á Höfn í Hornafirði dagana 1. - 4. mars n.k. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti fyrir ári síðan og þótti takast svo vel að ákveðið var að gera hana að árlegum viðburði. Það er Hornfirska skemmtifélagið sem stendur að hátíðinni ásamt ýmsum samstarfsaðilum s.s. Víkinni, Kaffi Horninu, Vatnajökull Travel, Flugfélaginu Erni , Sveitarfélaginu Hornafirði o.fl. Í ár koma margir helstu blústónlistarmenn Íslands fram á hátíðinni og má þar m.a. nefna...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok