Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.508 stig

Hrútaber í Hallormsstað - Umhverfið (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Canon EOS 400D 60mm macro linsa

Viltu leika? (4 álit)

í Kettir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þetta eru 4 ára læðan mín og 6 mánaða íslenski fjárhundurinn minn í sumar. Þau voru ekkert of miklir vinir þá eins og sést núna, enda átti kötturinn heimilið og var ekkert ánægð með nýja fjölskyldumeðliminn. Sérstaklega ekki þegar hann varð æstur og ætlaði að leika við hana :P En núna eru þau voða góðir vinir, hún heilsar honum eins og okkur með því að nudda sér utan í hann, sem er með því sætasta sem ég hef séð :D En ég held að hún sé samt ekki farin að leika við hann ennþá :P

Hefurðu farið í lýðháskóla? (41 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég var búin að senda inn þráð á skóla fyrir löngu en fékk lítil viðbrögð svo ég ætla að prófa aftur hérna. Hefur einhver hérna farið í lýðháskóla einhversstaðar á Norðurlöndunum? Ég er að fara í lýðháskóla í Svíþjóð næsta haust og var að pæla í styrkjum. Ég er búin að skoða síðu með upplýsingum um þetta og komst að því að það er bara einn skóli í Svíþjóð sem veitir styrki og ég hef ekki áhuga á því að fara í hann. Ég get víst sótt um einhvern styrk hjá Norræna félaginu á Íslandi en mig...

Mötuneyti (27 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég er í svona gamaldags mötuneyti þar sem nemendur eiga bara kort með mynd á sem segir hvað þeir eru að kaupa mikið. Af því það er eitthvað um að krakkar stelist í mat hafa mötuneytiskonurnar tekið upp á því að tékka á hverjum einasta nemanda þegar þeir fara í mat. Við megum ekki taka kortin með okkur svo það þarf að leita að hverjum einasta. Við höfum bara 30 mín. í matarhlé sem þýðir að maður hefur ekki mikinn tíma til að borða og standa í röð. Þar að auki gera þær þetta alltaf þegar það...

Lýðháskóli (18 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hefur einhver hérna verið í lýðháskóla á norðurlöndunum? Ég er að spá í að fara næsta haust í lýðháskóla í Svíþjóð. Ég er búin að skoða skóla og er eiginlega búin að velja þann sem mig langar í. En svo veit ég ekki hvernig þetta virkar. Hvenær á að sækja um? Er mikið mál að búa á heimavist úti? Þarf ég að flytja lögheimilið? Get ég fengið styrk?

Viltu leika? (8 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Fimm ára læðan Mía og 6 mánaða íslenski fjárhundurinn Sammi. Samma langar svo að leika við Míu, en hún ræður og hún ætlar sko ekki að leika við hann!

Skólinn að byrja (128 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Mig langaði bara að skapa smá umræðu og spyrja hvernig stundaskrárnar ykkar eru. Í hvaða áfanga er fólk að fara? Eruð þið ánægð með þær? Ég fæ því miður ekki stundaskránna fyrr en á miðvikudaginn, hlakka til að sjá í hvaða tímum ég verð. Bætt við 21. ágúst 2007 - 14:43 Ég var að komast að því að mín stundatafla var sett á netið (hefur aldrei verið gert áður). Hún er frekar undarleg. Ég var sett í það sem ég setti í varaval, stærðfræðiáfanga sem ég sótti ekki um (og átti ekki að vera kenndur...

Reitakerfið (4 álit)

í Vísindi fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Veit einhver um kort eða eitthvað sem ég get notað til að finna staðsetningar eftir reitarkefinu fyrir plöntur. Ég veit ekki mikið um þetta en það er byggt á 10x10 km reitum. Ég veit að það eru ekki miklar líkur á að finna hugara sem vita hvað ég er að tala um, en það er þess virði að reyna :P

Tilfinningalaus (7 álit)

í Heilsa fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Í gær byrjaði ég að fá skrítna tilfinningu í aðra stórutána. Þetta ágerðist þangað til ég fór að fá doðatilfinningu í hluta af tánni og í dag er ég tilfinningalaus á smá bletti (eins og eftir tannlæknadeyfingu, nákvæmlega sama tilfinning). Ég veit ekki hvort það tengist (og efast um það) en ég hef verið með bakverk þarna megin sem leiðir niður í fót, eitthvað sem ég hélt að væru brjóskloseinkenni (semsagt byrjun, ekki alvöru brjósklos) en nýlega er ég farin að halda að þetta sé eitthvað...

Bátur (24 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Canon EOS 400D og Canon EFS 18-55mm linsan. Tekið um kvöld á Höfn í Hornafirði.

Tilgangslaust nöldur (80 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Smá nöldur frá mér … Bara af því ég er ein heima og langar að væla í einhverjum en hef engann til að væla í … 1. Ég var að koma frá lækni, í annað sinn í sumar, útaf því ég er með stóra bólu í eyranu (ég veit, hljómar vel). Ég er semsagt með sýkingu sem vill ekki fara. Ég var á sýklalyfjum í viku en það dugði ekki svo ég er á helmingi sterkari lyfjum plús eitthvað krem. Ef þetta fer ekki þarf ég að fara í aðgerð og láta skera þetta í burtu eða þá bara að lifa við þetta. 2. Ég er búin að...

Draugar eða gallar? (16 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Sá einhver kastljósið í kvöld? Það var einhver umræða um það hvort draugar á myndum væru ekta eða hvort þetta væru gallaðar eða falsaðar myndir. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301871/2 Fyrst kemur formaður Sálarrannsókafélagsins og það eru sýndar myndir af ljósálfum og draugum sem hann er fullviss um að séu ekta. Svo er talað við mann sem er víst sérfróður í ljósmyndun og hann kemur með rök fyrir því að þetta séu gallar. Hvað finnst ykkur um þetta. Hvorum trúið þið? Mér...

Hvaða tungumál? (9 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Veit einhver hvaða tungumál þetta er og hvað það þýðir? Quienta asentia

Lensbabies (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hefur einhver hérna prófað Lensbabies? http://www.lensbabies.com/ Mig langar svo að prófa þetta!

Aperture, hraði o.fl. (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég var að kaupa mér Canon 400D. Ég þurfti að sitja í bíl alla leiðina heim frá Reykjavík (5 tímar) og hafði ekkert að gera svo ég fór á smá ljósmyndanámskeið hjá pabba mínum (sem er pro ljósmyndari). Núna kann ég smá á stillingar á vélinni, aperture, hraða o.fl. og er eitthvað að fikta í þessu. Það er eitt sem ég fatta ekki. Ég prófaði að stilla á Tv og stilla á mjög hratt. Myndavélin á að velja passlegt ljósop en samt urðu myndirnar margar nærri því svartar. Á ekki að blikka eitthvað ljós...

Hvað, hvar og hvenær? (15 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nú er ég alveg viss um að ég ætla að kaupa mér Canon 400D í vikunni. Ég er að fara í eina ferðalag sumarsins þar sem ég keyri hringinn í kringum landið (er á leiðinni til Ísafjarðar) og kemst þess vegna í ýmsar búðir, en ég hef ekki mikinn tíma. Hvað? Ég er búin að ákveða að fá mér Canon EOS 400D + einhverja kit linsu (það eru 3 möguleikar í Beco). Hvaða linsa hentar almennt best? En svo langar mig í macro linsu og þá veit ég ekkert hvað ég á að fá mér, ég kann ekkert á þetta. Ég er mest í...

Vinnunöldur (19 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég er að vinna í frystihúsi (humarvinnsla) og eins og flestir vita er mikið af innflytjendum og, á sumrin, námsmönnum í þannig vinnu (ásamt fleirum). Ég er að vinna með alveg fullt af fólki og sem betur fer er þetta mest ágætt fólk. En það eru nokkrir svartir sauðir og þá aðallega í þeim hópum sem ég nefndi - innflytjendur og námsmenn. Ég skal koma með nokkur dæmi um þetta: Við vinnum mikið ýmist standandi eða sitjandi. Það er takmarkað magn af stólum svo við eigum að reyna að skiptast á....

Skuggamynd (8 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Tók þessa af vinkonu minni á góðum sumardegi um daginn. Tvær aðrar myndir í stíl við þessa á www.flickr.com/photos/aegishjalmu

Sulphite og ammoníak (17 álit)

í Vísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvað er sulphite á íslensku? Veit einhver eitthvað um þetta efni og hvernig það virkar? Ég veit nefnilega að það er sett á humar til að halda bleika litnum, en langar að vita af hverju. Og annað. Ammoníak er notað við íshúðun (veit ekki alveg hvað það er, en það er eitthvað tengt því að frysta humarinn). Af hverju ammoníak? Kannski undarlegar spurningar. Ég hef bara verið að pæla í þessu í vinnunni (er 10 tíma á dag svo ég hef nægan tíma til að pæla :P) og er líka mjög forvitin um efnafræði....

Hjálp! (16 álit)

í Heilsa fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég er núna búin að vera með stanslausan verk undir herðablaðinu í 3 daga. Ég er búin að taka 400 mg íbúfen sem hafði engin áhrif. Ég er búin að reyna að nudda þetta sjálf og svo láta vini míni nudda mig. Ekkert gengur. Þetta er verst þegar ég sit, sem er slæmt því ég er í erfiðustu prófunum næstu daga og þarf líklega að sitja mikið og læra. Þetta hverfur nærri því alveg þegar ég ligg svo ég get alveg sofið (sem betur fer!) en þetta er farið að trufla mig í prófum. Ég hef fengið svona áður en...

Rólur (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég tók þessa mynd í desember í fyrra, hafði ekkert sérstakt í huga og tók hana bara einhvernveginn. Síðan sá ég hana í tölvunni og fannst hún frekar flott. Ég setti hana á flickr en fannst eitthvað vanta að vinna hana svo ég bað um hjálp í group sem heitir Supportive, Helpful Critique. Síðan lagaði ég hana aðeins til og fiktaði í henni og þetta kom út. Endilega segið hvað ykkur finnst. Hún er tekin á Olympus “muj” 700.

Franska (3 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvernig get ég sagt “Lífið er yndislegt” á frönsku? Ég gæti þýtt það beint og sagt “La vie est merveilleux”. Eða þá segja að ég sé glöð: “Je suis heureux” eða “Je suis trés content” Er einhver betri leið? Er ekki einhver ákveðinn frasi sem maður notar? Bætt við 5. maí 2007 - 12:20 Auðvitað gleymdi ég að ég er kvenkyns og þarf að setja -e fyrir aftan … Je suis heureuse*? Je suis contente*

XD vesen (5 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég á Olympus “muj” 700 myndavél og í henni er XD kort sem hefur verið með eitthvað vesen nýlega. Þegar ég set myndir inn í tölvu nota ég forrit sem heitir Olympus Master sem fylgdi myndavélinni. Stundum er eins og tölvan finni ekki kortið og þá þarf ég að taka það úr og setja aftur í. Þegar það virkar að setja myndirnar inn koma ALLTAF fullt af viðvörunum sem segja að kortið sé með “write-protection” en það er ekkert þannig á kortinu. Ég þarf alltaf að ýta aftur og aftur á cancel til að...

Lausnarformúlan (47 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Mig minnir að þessi regla heiti þetta, en ég man ekki hvernig hún er. Hún byrjar á mínus b plús mínus kvaðratrótin af einhverju (nenni ekki að reyna að setja þetta upp á huga :S) Þetta var allavega í STÆ 203 og kannski í 303, ég veit ekki. En hún er skrifuð vitlaust utaná Stæ. 3000 bókinni fyrir 303. Ástæðan fyrir að ég man ekki þessa reglu er að ég á frábæran vasareikni sem gerir þetta fyrir mig :) Svo ætla ég bara að láta vita að ég er að setja glósur um eitthvað úr þessum áfanga á...

Glósur fyrir alla (9 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Nú eru prófin að byrja hjá öllum og allir að leita sér að góðum glósum. Mér datt í hug hvort við gætum ekki gert einn þráð þar sem er hægt að segja frá glósum sem þið hafið fundið á netinu. Ég á eina síðu sem ég hef sett glósur frá sjálfri mér inná, reyndar ekkert frábærar glósur en hjálpar kannski einhverjum: www.freewebs.com/futark Í íslensku (alveg upp í 303) hef ég notað þessa síðu. Þarna eru líka glósur úr flestum íslendingasögum og bókmenntum sem eru lesnar í skólum: www.fva.is/harpa...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok