OK, fyrir það fyrsta þá heitir þetta ekki 1. persónu sjónarhorn, það er sögumaður sem segir frá í 3. persónu. Þessi sögumaður sér inn í huga Harrys en veit ýmislegt um aðra í leiðinni, hann er ekki alveg heftur af Harry. Hins vegar þá er það sem ég meina það að Harry er þarna heilu sumurin (man ekki nákvæmar tímasetningar) og á þeim tíma kemur þangað enginn annar. Þetta hefur ekkert að gera með það í hvaða stíl bækurnar eru skrifaðar.