Þroski… Þetta er orð sem er ofnotað af stelpum/gelgjum nú til dags. Svo eru líka strákar sem nota þetta orð en really, eruð þið virkilega í stöðu til að dæma um þroska annarra? Og þið sem eruð svona rosa þroskuð, hvernig getið þið verið viss um að þið séuð svona rosa þroskuð? Ég veit að það er rosalega pirrandi þegar einhver er að henda strokleðri í mann, en er ekki talað um að að lemja einhvern sé dæmi um óþroska svo að þú ert ekki að sýna mikið meiri þroska.