Það er bæði til SM58 og Beta 58A í þráðlausri útgáfu, og eru þeir mjög góðir, þá aðallega Betan finnst mér sem þolir meira áður en hún fer að feedbacka. Svo er kominn nýr Shure þráðlaus tónleikamic úr KSM seríunni sem Bjöggi Halldórs söng í á tónleikunum með sinfoníunni nú fyrir stuttu. Hann á víst að vera voða góður og er ég strax byrjaður að sjá þann mic í American Idol og á fleiri stöðum.