Ég á ekki hund núna, en á sínum tíma valdi ég að fá mér labrador/golden blöndu, útaf mörgum ástæðum. Þetta eru ljúfir hundar, mátulega stórir, geðgóðir, stabílir og það er auðvelt að kenna þeim, semsagt fínir hundar fyrir þá sem eru að eignast sinn fyrsta hund. Ég sé ekki eftir því að hafa fengið mér þessa tík, enda var hún sá allra besti hundur sem ég hef fyrirfundið enn þann dag í dag. Ég gaf hana frá mér fyrir 5 árum vegna þess að ég var að vinna svo mikið og vildi ekki að hún væri ein...