Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Zaluki
Zaluki Notandi frá fornöld 45 ára kvenmaður
1.488 stig
———————————————–

Re:

í Hestar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þetta er frábær grein hjá þér, og greinilegt að þú pælir þónokkuð mikið í þessum hlutum. Ég aðhyllist einmitt þessa gerð tamninga, gagnkvæma virðingu. Ég held að það sé ekki gott ef að hesturinn treystir manni ekki. Hefur þú einhverja persónulega reynslu af svona tamningaraðferðum ? Og veistu hvort að einhver á Íslandi ? Það væri gaman að heyra einhverjar reynslusögur :)

Re: Hundategundir

í Hundar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég á ekki hund núna, en á sínum tíma valdi ég að fá mér labrador/golden blöndu, útaf mörgum ástæðum. Þetta eru ljúfir hundar, mátulega stórir, geðgóðir, stabílir og það er auðvelt að kenna þeim, semsagt fínir hundar fyrir þá sem eru að eignast sinn fyrsta hund. Ég sé ekki eftir því að hafa fengið mér þessa tík, enda var hún sá allra besti hundur sem ég hef fyrirfundið enn þann dag í dag. Ég gaf hana frá mér fyrir 5 árum vegna þess að ég var að vinna svo mikið og vildi ekki að hún væri ein...

Re: Samband mannsins við hestinn.

í Hestar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Rosalega erum við samtaka catgirl! Flipskate, þetta er fínasta grein hjá þér og margir hestamenn ætti að taka þetta sér til fyrirmyndar, það eru alltof margir sem halda að stjórn hesta fara eingöngu fram í gegnum tauminn.

Re: Villt dýr í svefnherberginu!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mér finnst rétt að taka það fram í ljósi seinustu commenta að hún horfir ekki á neitt í sjónvarpinu sem gæti hrætt hana svona mikið. Hún fær aldrei að hora á myndir eða þætti sem eru eitthvað “scary” eða ekki fyrir hennar aldurshóp. Og annað, ég vil ekki venja hana á það að svæfa hana nema að hún sé veik, það er bara verra að mínu mati fyrir mig og hana :) Ég les stundum fyrir hana áður en hún fer upp í rúm, breiði yfir hana og bið bænirnar með henni og kyssi hana góða nótt.

Re: Svínablóð

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ef að ég væri þú myndi ég bara hringja í eitthvað sláturhús og tékka á þessu …. <br><br>—————————— “Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”

Re: Hugahundaganga

í Hundar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég stel voffanum hennar tengdó og kem .. hvar er þetta annars við Rauðavatn sem að þið ætlið að hittast ?

Re: Nýja útlitið á Huga

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
*urrrrrrrrrrrrrr* Þetta er vibbi!<br><br>—————————— “Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”

Re: Pirrpirr á tenglum!

í Tilveran fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mikið er ég sammála því, og þessir ósamþykktu tenglar fara ólýsanlega í mikið taugarnar á mér. Ef að þið hafið tíma vefhönnuðir huga.is .. þá megið þið gjarnan laga þetta *bros*<br><br>—————————— “Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”

Re: Ástinn

í Gæludýr fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú ert greinilega mikill dýravinur og það er gaman að heyra svona fallegar sögur frá fólki :) Mínir hamstar hafa aldrei viljað kúra, þeir bara bíta og eru grimmir, en ég var að passa hamstur fyrir ári síðan sem var yndislega ljúf og góð, sá hamstur dó núna í sumar :(

Re: Hestakerra losnaði aftan úr bíl

í Hestar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mannskepnar er í eðli sínu mjög forvitin, þannig að þetta kemur lítið á óvart í raun þó að þetta sé dónalegt og særandi að vita að fólk hafi gert þetta. Annað .. ég hélt að það væri í reglum að allar kerrur og hestakerrur ættu að vera festar með keðju í bíl ásamt því að vera fastar með krók, það er á hreinu að þessi kerra var ekki föst með keðju við bílinn, annars hefði hún ekki rokið svona af stað út í buskann.

Re: Sigur rós & forvitni

í Rokk fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég á Von, og svo Ágætis Byrjun á *hóst*mp3*hóst*. Mér finnst nú Ágætis Byrjun betri en Von, en mér finnst þetta allavega frábær tónlist ;D<br><br>—————————— “Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”

Re: Er barnaklám *rangt*?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mér finnst þú ekki skilja hvað orðið barnaklám merkir. Það er ekki ástarlíf þegar að maður eða kona er að neyða barn til að stunda með sér kynlíf. Þegar þú varst 12 ára varst þú þá tilbúinn að taka afleiðingum kylífs á annað borð, að eignast barn, því að kynlíf er umfram allt æxlun, þó svo að það sé gaman að stunda það. Hafið þið séð barnaklám ? Þar sem fullvaxinn karlmaður setur typpi inn í leggöng á ungri stúlku sem er kannski ekki nema 5 ára, legið rifnar, því að þetta er ennþá svo lítið,...

Re: Stöðvum barnaklám

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég var að hugsa um að skrifa grein á mjög svipuðum nótum og þú GlingGlo, en ég hafði ekki komið mér í það ennþá. Það er greinilega að fólk hefur MJÖG mismunandi skoðanir á þessu máli. En það sem stingur mig er það að sumir virðast ekki alveg gera greinamun á milli barnakláms og kynlífs. Ég á mj0g bágt með að trúa því að fólk vilji loka augunum fyrir því sem barnaklám er, þegar einhver er að nauðga börnum allt niður í 1-2 ára og taka af því myndir og taka upp á myndbönd ! Ég skil ekki þetta...

Re: Hættulegur áróður hljómsveitar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
peace4all: Allt sem er bannað og forboðið er spennandi, þetta hefur ALLTAF verið þannig og verður þannig án efa um ókomin ár. Eins og dangergirl sagði þá er það fáránlegt að reyna að banna börnum að fylgjast með þessari grúppu útaf því að einhver þeirra gerði þetta merki. Ég man ekki betur en að td grínþátturinn Heilsubælið í Gerfahverfi hafi oft á tíðum snúist um Hæ Litli (sem minnir á Heil Hitler) og þetta merki sem umrætt er. Ekki held ég að æska þess tíma sem þetta var sýnt á hafi snúist...

Re: Föstudagurinn 4. janúar...

í Sápur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
doberman: mikið er ég sammála þér, þessí áhugamál eru ætluð fólki sem hefur áhuga á þeim, þeir sem ekki hafa áhuga er velkomið að skoða auðvitað, en það að finna þörf til að setja út á allt með svona leiðinda svörum (þetta á við á fleiri áhugamálum) er bara leiðinlegt. Ég skora á fólk að sýna hinum virðingu með því að vera ekki að rakka niður eða hæðast að öðrum sem hafa ekki sömu áhugamál og þeir sjálfir, það er merki um gífurlegann vanþroska.

Re: Varðandi könnun um undirskriftir

í Tilveran fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mér fannst þetta nú líkjast því að kasta steinum úr glerhúsi. Ég fæ ekki betur séð en að þín undirskrift sé ansi skrautleg og litrík líka. <br><br>—————————— “Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”

Re: It's a man's world

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Maður þakkar bara fyrir það sem maður hefur hérna á íslandi. Það er erfitt að breyta hugarfari fólks í öðrum löndum, það tekur tíma því miður og ég held að það sé allt að því ómögulegt verkefni í náinni framtíð að breyta hugsunarhætti og athöfnum manna í þessum arabíulöndum.

Re: Hræðilegt

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já það er eitthvað við þetta sem ristir mann mjög djúpt, og af öllum þeim slysafréttum sem ég hef heyrt um ævina þá kemur þessi einstaklega illa við mig. Maður felldi tár þegar að maður las þetta og ég finn til mikillar, hvað er hægt að segja, hálfgerð sorg í raun. Þetta unga fólk sem lést er á aldur við mig og börnin á svipuðum aldri líka. Ég skora á alla sem ekki eiga reykskynjara að kaupa einn eða fleiri slíka STRAX og HENGJA þá upp MEÐ batteríi! Ég votta ættingjum og vinum hinna látnu...

Re: hvad á ég að gera??

í Heilsa fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég myndi nú kannski byrja á því að tala við foreldra ykkar um þetta, og segja þeim frá því að þú hafir áhyggjur af henni því að svona lagað er eitthvað sem maður ætti að fylgjast með. Þú getur líka reynt að tala við hjúkrunafræðing td í skólanum þínum ef þú ert í skóla, hún getur eflaust gefið þér einhver smá ráð um hvernig þú ættir að snúa þér í þessu máli. Ég held að systir þín sé heppin að eiga þig að, þér er greinilega annt um hana. Gangi ykkur vel báðum og ég vona að það sé allt í lagi...

Re: Ljót breyting !

í Tilveran fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Æji já ég er eiginlega sammála ykkur í þessu, mér líst ekkert á þetta. Þetta er of eitthvað .. formað. Ég vil gamla lookið aftur.<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Fundurinn, allir klárir og fleira

í Hestar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já ég er að spá í að mæta á þennan fund og athuga hvað fólk hefur að segja. Ég á ekki í neinum vandamálum með hesta, nema þá að ég á enga :( Hestur óskast gefins :)

Re: Manchester í góðum málum

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nonni123: Hannez sagði “Ekki gleyma að Arsenal hefur leikið einum leik færri en Leeds og þegar þeir vinna hann verða þeir með 42 stig.” það hlýtur að þýða að þeir séu með hva … 39 stig núna ekki satt ? Ekki vera að kalla fólk fíbl þegar að þú ert engu skárri <br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Manchester í góðum málum

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég veit ekki betur en að leeds sé á toppnum með 41 stig<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Hvernig hund?

í Hundar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég hef nú heyrt að fólk hafi oftast ekki ofnæmi fyrir Dalmatian hundum, en þeir fara slatta mikið úr hárum samt :/

Re: Kattaníðingar!!!!!!!!!!

í Kettir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
ÉG sagði ekki að þú hefðir sagt það með beinum orðum, ekki vera svona tötsí, en en mér fannst þú vera gera lítið úr því að einhverjum væri ekki sama hvernig færi um ketti :) Ég er ekki fanatískur kattavinur en mér er annt um dýr OG menn og vildi að þessu veröld væri oft mikið betri en hún er. Ef að hægt er að bjarga einhverjum dýri eða manni frá kvalafullum eða vondum dauðdaga þá er þetta strax í rétta átt ekki satt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok