Rosalega er leiðinlegt að heyra þetta. Ef ég ætti hundinn myndi ég leyfa henni að fara, hún yrði veikburða eftir uppskurðinn myndi ég álíta án þess að þó vita það upp á hár, og eflaust eitthvað þjáð. Ég myndi kveðja hana vel, og láta svæfa hana áður en hún verður þjáð og á erfitt með andardrátt. Hún hefur lifað í 11 ár, og án efa veitt ykkur mikla ánægju, en núna er hennar tími búinn :( Ég samhryggist þér innilega, og finn til með þér að standa frammi fyrir þessari ákvörðun.