Fyrir utan hinn íslenska þorramat (s.s. hákarl, svið, hrútspunga og ýmis súr kindainnyfli) sem flestum en okkur Íslendingum finnst hreinasta ógeð, þá hef ég bragðað nokkrar framandi dýrategundir (þ.e. dýr sem okkur Íslendingum finnast framandi). Til dæmis grillaðan krókódíl (sem var eitt það besta sem ég hef smakkað), reyktan hráan emúa (strútategund), kengúrusteik, snigla og tyrkneskan kolkrabbarétt (hann var í einhverju sjávarréttargumsi með ýmsum öðrum sjávarkvikindum sem ég kann ekki að...