Fyrir mér eru nauðganir, eins og þú segir, miklu frekar brot á mannréttindum heldur en kvenréttindum. Það skiptir einfaldlega engu máli að fórnarlamb nauðguninnar var kona. Það sem skiptir máli er að einstaklingur var tekinn gegn vilja sínum og brotið á hans grundvallarrétti til að velja sér stað, stund, og félaga fyrir kynmök. Nauðgun er ekkert annað en gróft ofbeldisverk, rétt eins og morð eða pyntingar. Það er ekkert sem réttlætir slíkt verk. Eins og þú bentir á getur fórnarlamb nauðgunar...