Ef þú vilt skrifa hefðbundið skaltu kynna þér reglur sem gilda um ákveðinn hátt. Ef þú ákveður að semja ferskeytlu þarftu að fylgja nákvæmlega bragfræðireglum hennar, sem og sonnettu, hæku (sem ég mæli með, hún er auðveld), fornyrðislag eða hvað sem er. Aftur á móti skiptir innihaldið meira máli en umbúðirnar. Ef þú treystir þér ekki til að fylgja bragfræðireglum má alveg jafn auðveldlega semja undir óhefðbundnum hætti. Þar gilda engar reglur eða form, aðeins tilfinningin. Gott ráð er að...