Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Wise
Wise Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
196 stig
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”

Re: Man Utd: Sigur í fyrsta leik

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég byrjaði að halda með Chelsea þegar að Dennis Wise og Vinny Jones voru þar. Það var einhver skemtilegasta samsetning í heimi. Dennis og Vinny eru mjög svipað hugsandi leikmenn, grófir, en brjóta af sér með stæl. Ekki reyna að halda því fram að Dennis hafi einhvern tímanna farið yfir strikið á sama hátt og Keane hefur gert marg oft. Maður gat alltaf brosað yfir Dennis Wise, það hefur að vísu gerst nokkru sinnum að ég hafi brosað yfir Keane, en því miður hefur það gerst oftar að ég hafi...

Re: Chelsea-Charlton

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já það er rétt, og þess vegna verðum við meistarar núna, löngu kominn tími á það ;) Síðan eru þið allir öfundsjúkir af því að við erum með Eið. Félagar mínir sem halda með Man Udt. voru allavega ekkert smá góðir með sig þegar að það var einhver smá orðrómur um að United vildi kaupa hann, haha, ekki séns (hann verður örugglega seldur fyrir helgi fyrst ég sagði þetta :D).

Re: Man Utd: Sigur í fyrsta leik

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Roy Keane mætti læra margt af Dennis Wise. Það er maður sem að kann að brjóta af sér með stæl. Eins og í leiknum þegar Chelsea vann United FIMM-NÚLL (okkur finnst enn gaman að tala um það), þá braut Dennis illa á Nicky Butt, og þegar að þeir lágu á jörðinni og Butt eitthvað að væla sagði Dennis eitthvað við hann sem að fékk Butt til að stökkva á lappir og sparka í Dennis liggjandi, beint fyrir framan dómarann. Butt fékk beint rautt en Dennis slapp. Það var alltaf gaman af Dennis, hann fór...

Re: Chelsea-Charlton

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Heyr heyr. Þetta er maður með viti. Það væri gaman að fletta uppi á afrekaskrá Chelsea á Old Trafford. Það er alveg ljóst að Chelsea rúlar, eins og maðurinn sagði. Og allir sem að halda öðru fram eru bara öfundsjúkir.

Re: Man Utd: Sigur í fyrsta leik

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er sammála því að þetta spjald fyrir að tefja hafi bara verið rugl, en gaurinn fékk beint rautt fyrir þessa tæklingu þannig að fyrra spjaldið skipti engu máli. Síðan fannst mér að Kean hefði alveg mátt fjúka, hann sparkaði í hné hæð og ef hann hefði hitt hefði maðurinn getað meiðst alvarlega. Keane er bara vitleysingur sem að ætti ekki að fá að spila fótbolta. Það eru alltof mörg dæmi um fáránlega ofbeldisfulla hegðun og virkilega grófar tæklingar. Ég ætla rétt að vona að Man City vinni...

Re: Gallinn við að halda með united :)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
HAHAHAHAHAHAH. Helvíti góður :)

Re: Chelsea-Charlton

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er satt að Chelsea hefur ekki gengið jafn vel á brúnni gegn United eins og á Old Trafford. Ég man vel eftir þessum leik á síðasta ári, ótrúleg óheppni, Chelsea átti leikinn ;) Eftir þeim lýsingum sem að ég hef á Chelsea Charlton voru Chelsea mun sterkari. Og ég horfði á United WBA og persónulega fannst mér þeir ekki mjög sannfærandi gegn því liði sem að flestir telja það veikasta í deildinni. En þetta var auðvitað bara fyrsti leikurinn og allt það. Við verðum bara að bíða fram á föstudag...

Re: Chelsea

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það að Ranieri segji að þeir eigi enga möguleika er bara þetta sálfræðistríð sem að byrjar alltaf í upphafi leiktíðar. Ferguson hefur t.d. yfirleitt bent á önnur lið og sagt þau betri eða jafn líkleg og United til að vinna deildina. Bobby Robson hefur líka sagt að NUFC eigi ekki möguleika á neinum titlum fyrr en 2005 í fyrstalagi

Re: Samfélagsskjöldurinn 2002

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ætlaði að svara þessu en svarið varð svo lang að ég ákvað að gera grein úr því sem að ætti að birtast bráðum

Re: Deutschland rubber alles!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Stingdu bara uppá því að setja inn þýsku. En hver helduru að nenni að tala um Bundesliguna. Kannski þú og Ásgeir, nema að þú sért Ásgeir. Það væri nær að tala um La liga, sem er spænska deildin, og er lang sterkasta deild í heimi, mun sterkari en sú þýska sem að er kannski 3-4 sterkasta deild í heimi, alls ekki sú sterkasta

Re: Spá fyrir tímabilið 2002-2003

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Reyndar hefur Bobby verið aðlaður nýverið. Mig minnir að það hafi verið í Júní, einn af þeim sem að var sleginn til riddara með honum var enginn annar enn Mick Jagger.

Re: Spá fyrir tímabilið 2002-2003

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Og johanng, ég held frekar að Tottenham, Stoke og Watford falli úr úrvalsdeildinni ekki Birmingham, WBA og IPSWICH!!! Fáviti!!!!

Re: Spá fyrir tímabilið 2002-2003

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Chelsea taka þetta, verða kannski í 2. sæti í versta falli. Tekst loksins að spila sig saman og uppfylla væntingar síðustu ára. Það er nú þannig með Chelsea að þeir koma alltaf á óvart, þeim er yfirleitt spáð 1-4 sæti en hafa valdið vonbrigðum síðustu 2 tímabil. Nú er ég viss um að eftir tíðindalítið sumar á leikmannamarkaðinum ná leikmennirnir vel saman (ættu að vera farnir að venjast hvor öðrum núna), og slá öll met í skoruðum mörkum, stigafjölda, fæst mörk á sig og ég veit ekki hvað og...

Re: Samfélagsskjöldurinn 2002

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Chelsea eru langbestir og verða í öðru af 2 efstu sætunum. Þeir eru með bestu vörnina, bestu sóknina og helvíti góða miðju. Þeim tekst loksins að spila sig saman og verða óstöðvandi.

Re: James Hetfield H****

í Músík almennt fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Pabbi mágkonu minnar er hommi, líka Bergþór Pálsson hann á börn!!!

Re: Lið keppninnar!!

í Stórmót fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þú segir: “það byr EKKI stór hluti fólks undir fátækramörkum prósentulega séð borið saman við önnur ríki, þ.e. miðað við höfðatölu.” En staðreyndin er sú að miðað við höfðatölu búa fleiri undir fátæktramörkum í USA en í nokkru öðru VESTRÆNU RÍKI!!! Þú segir líka: “velferðarkerfið er það besta í heimi” Þú þekkir greinilega ekki neitt til annara velferðarkerfa í heiminum, því að USA er með eitt ófullkomnasta velferðakerfi allra vestrænna ríkja. Það getur vel verið að læknar á einkareknum...

Re: Lið keppninnar!!

í Stórmót fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þú ert greinilega eldheitur aðdáandi Bandaríkjanna, þannig að ég verð að benda þér á nokkrar staðreyndir. Bandaríkin eru langt í frá fullkomnasta eða þróaðasta land veraldar, það býr stærri prósenta landsmanna undir fátæktamörkum þar en í nokkru öðru vestrænu ríki. Velferðakerfið hjá þeim er ömurlegt, ef þú ert ekki tryggður með einhverjum rándýrum einkatryggingum ertu í geðveikum vandamálum ef eitthvað kemur fyrir þig. Og í öðru lagi þá eru Bandaríkjamenn ekki jafn rosalega góðir í fótbolta...

Re: Glímur og Bardagaíþróttir.

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þú ættir kannski að kynna þér málið aðeins betur áður en að þú heldur svona fram. Helduru virkilega að glíma hafi alltaf farið fram í einhverjum fáránlegum spandexbúningum. Upprunalegu búningarnir voru miklu flottari, líkari júdógöllum en súpermann búning. Það er alveg rétt að þessir gallar sem að þeir nota núna eru fáránlegir, og sennilega myndi miklu fleiri æfa íslenska glímu ef þeir væru öðruvísi. Kannski að glímusambandið ætti að hugleyða að breyta þessu til hins betra og laða fleira...

Re: Senegal - Urugay

í Stórmót fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Landið heitir Uruguay á engilsaxnenskri tungu (og spænsku) en Úrúgvæ á íslensku.

Re: Er Eiður Smári ofmetinn leikmaður.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Eiður Smári er einfaldlega langbesti knattpyrnumaður sem Ísland á. Er ekki allt í lagi með þig, hann er miklu betri heldur en allir Íslendingar hjá smærri liðum. Eini maðurinn sem er í sama klassa og hann er Hermann Hreiðarson sem er varnarmaður á heimsmælikvarða. Mér persónulega finnst honum ekki hrósað nærri nógu mikið. En síðan er alltaf verið að tala um Stoke og þessa gaura hjá þeim sem ekkert hafa getað á þessu tímabili. Ástæðan fyrir því að Eiði er hrósað er sú að hann á það...

Re: Hvað er Skemmtilegast???

í Manager leikir fyrir 23 árum, 8 mánuðum
50 season, common. Ég spilaði 99/00 tvisvar 30 season, einu sinni í hollensku og einu sinni í ensku, þegar maður kláraði þrítugasta seasonið þá kom thank you for playing CM 99/00. Ég get reyndar ekki fullyrt um aðrar útgáfur en 99/00 var ekki lengri en 30 season.

Re: Box er ekki hættulaus íþrótt!

í Box fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Eitt dæmi. Bandaríska íþróttasambandið gaf nýlega út lista yfir hættulegustu íþróttirnar, ég man ekki hvar atvinnumanna hnefaleikar voru á listanum eða hvað var hættulegasta íþróttin, það sem ég man hins vegar er það að klappstýrur voru eitthvað u.þ.b. FIMMTÍU SÆTUM ofar á þessum lista heldur en ólympískir hnefaleikar. Gaman að því

Re: Rahman líklega ekki gegn Tyson

í Box fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það hefur aldrei verið í myndinni að Tyson myndi berjast við Rahman. Í smáa letrinu hjá Lewis var nefninlega margt fleira, eins og það að Rahman yrði að semja við næsta andstæðing sinn að ef að hann ynni yrði hann að berjast næst við Lewis fyrir aðeins eina milljón dollara. Og eins og flestir vita þá yrði Lewis vs. Tyson langstærsti bardagi (peningalega séð) hingað til. Þannig að Tyson myndi ekki sætta sig við milljón.

Re: Súperbox P4P

í Box fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Skaur, bara að benda þér á eitt, ef að Rahman vill verja titilinn einu sinni áður en að hann mætir Lewis aftur verður það að ske fyrir 19. maí, sem er alltof stuttur tími til að undirbúa bardaga. Í öðru lagi þá var það í samningnum hjá Lewis að ef að Rahman myndi mæta einhverjum öðrum fyrst þá yrði hann að semja um að ef að hann tapaði titlinum yrði mótherjinn að skrifa undir að næsti andstæðingur hans yrði Lewis, og að hann fengi aðeins eina milljón dollara fyrir þann bardaga. Þannig að...

Re: Re: Re: Dennis Wise

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Wise er frábær, einfaldlega snillingur. Þegar Chelsea vann Man. Udt. 5-0 í fyrra framkvæmdi hann mestu snilld sem ég hef séð, hann tæklaði Butt frekar gróflega og ´síðan þar sem þeir sátu á grasinu sagði hann eitthvað við Butt sem gjörsamlega klikkaðist og gaf honum hnéspark, og var að sjálfsögðu vikið af leikvelli fyrir vikið, en Wise slapp þótt hann hefði átt að fá spjald fyrir tæklinguna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok