Já. Vissulega stærðfræðilega rétt, en er það aðalmálið. Ég held ekki. Ef þú vilt halda uppá rétt aldamót þá voru þau hvorki síðustu áramót, né eru þau næstu, því tímatalinu hefur verið þvælt til um nokkur ár til eða frá. En einsog ég segi, þá er það auðvitað stærðfræðilega rétt að ný öld hefjist við byrjun árs 2001, en er það stærðfræðin sem máli skiptir í þessu sambandi? Er það ekki samfélagskenndin? Eru árþúsundamót ekki spurning um stemmningu frekar en tölfræði. Ég held það. Það sem...