Það hafa komið hér margar góðar skýringar frá fólki að ofan, en ég held að það megi útskýra “Munchkin” á mjög einfaldan hátt: – Það er leikmaður sem hefur skemmtun, eingöngu af þeim hluta spilsins sem að reglunum og statistíkinni snýr, og lítur á spunaspil sem einhverskonar keppni á milli hans, hinna spilarana, og guð má vita hvers, þar sem takmarkið er á endanum (í einfölduðu máli) að verða líkamlega öflugri en hinar persónurnar. Einskonar pissukeppni á milli leikmanna. – Það er ekki svo að...