Ég er svosum ekkert að tala um kerfið sjálft eða einstaka statta, það er annar kapítuli, og mér finnst í raun algjör óþarfi að vera eitthvað að reyna að sýna fram á að það sé sorp… því það tekst því ágætlega að gera upp á eigin spýtur. Ég var meira að hugsa um sögusviðið, sem þrátt fyrir kannski góðan ásetning, varð engu að síður að einhverskonar hugmyndarúnki sem ekki var að finna heila brú í. Fyrir vikið skortir sögusviðið allan trúverðugleika og verður einkar óáhugavert. Geimverur, álfar,...